Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 27

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 27
109 skáldunum og svipar sumstaðar til léttúðarvísna hinna siðari tíma. Samband Lopts og Kristínar skýrist eigi mjög af vísum Lopts til hennar. máafþeim ráða, að frændr Lopts, en eigi klerkar eða byskupar, hafi meinað þeim samvistir, því að hana hefir skort ætt- göfgi og auð á við hann. Einnig er af þeim að sjá, að Kristín hafi verið miðr vel gefin og Lopti hafi sárn- að það. Háttalykill Lopts hefir tvívegis verið prentaðr, fyrst í Kaupmannahöfn 1793 með athugagreinum Jóns Ólafssonar grunnvíkings um hættina og siðan í Upp- sölum 1816—181728. Hvorug útgáfan mun hafa út breiðzt að mun á Islandi, en þar eð hann lýsir bæði tiðaranda og menntunarásigkomulagi á íslandi á þeim dögum, er fátt hefir geymzt frá til vorra tíma, og eink- um skapferli og menntun höfundarins sjálfs, þykir eigi illa til fallið að láta hér fylgja fáein erindi úr honum til uppfyllingar því, er hér hefir verið til tínt um Lopt, og eru til þess valin þessi erindi29; 1. Fyrst vil eg mætum musti móins beðjar lín gleðja —ræð eg, að ristill hlýði— ríms með háttum ýmsum; göfuglyndri skal grundu góins landa svo vanda —ann eg auðar nönnu— óð, sem hún berr af fljóðum. 5. Veik hin varamjúka 28) Jón Borgfirðingr: Frœðigreina og rithöfunda tal á íslandi í ágripi frá því um 1400 (handrit). Hann telr Hátta- lykil 90 erindi. 29) Erindi þessi eru orðrétt (eigi stafrétt) tekin eftir handriti, er Gísli Konráðsson hafði ritað eftir Kaupmanna- hafnarútgáfunni, og er kvæðið í því handriti 79 erindi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.