Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 33
karllegg frá Guðmundi hinum ríka Eyólfssyni á Möðru-
völlum. En móðir Sofíu var Ingiríðr Loptsdóttir á
Möðruvöllum f>órðarsonar. Eiríkr hinn ríki andaðist
1381 (ísl. ann.). Talið er, að Eiríkr hinn ríki Magn-
ússon hafi búið á Möðruvöllum í Eyafirði35, og er það
eflaust rétt. Hann hefir að líkindum eignazt eitthvað
í Möðruvöllum með Ingiriði konu sinni, en keypt hitt
af samörfum hennar, og orðið þannig eigandi þeirra.
Svo hefir Loptr hinn ríki eignazt Möðruvelli að meiru
eða minnu leiti eftir ömmu sína Ingiríði eða móður
sína Sofíu, og á sama hátt eflaust fleiri fasteignir í
Eyafirði.
Örnólfr Jónsson, faðir Guðorms, bjó að Staðarfelli,
er áðr nefndist Fell (Fjall) á Meðalfellsströnd. Bogi
Benediktsson telr, að hann hafi búið í þykkvaskógi
(Sm. æf. I, 1, 44. og 157. bls.), en það mun vera van-
gá ein. Kona hans hét Herdís. Ætt hennar er ó-
kunn36. Hafi Örnólfr verið úr Eyafirði ættaðr, er all-
35) B. B. Sm. æf. 1,1, 9. og 143. bls.
36) Undir Felli á Meðalfellsströnd (Syðriströnd, nú Fells-
strönd) hafði búið öndverðlega á þrettándu öld pórðr, er átti
Hallgerði Narfadóttur, systur skarðs-Snorra prests, er andað-
ist gamall 1260, oger mjöglíklegt, aðsá þórðr hafi verið sonr
Snorra,bróður hvamms-Sturlu, því að sá Snorri bjó undir Fjalli,
og þess getr, að hann þorði eigi að sitja fyrir Einari þorgílssyni,
er hann hafði gengið til handsala fyrir Sturlu bróður sinn,
en galt ekki fé (1171: Sturl. 2, 25.: I, 81). Böm þórðar
voru Guðmundr, Snorri og Ingveldr, er átti Snorri í Skóg-
arnesi (Sturl. 6, as: II, 239. sbr. 1,4: I, 7). Guðmundr
þórðarson undir Felli hefir verið mikils háttar maðr. þann-
ig er tekið fram, að hann hafi verið mest fyrir vestanmönn-
um á alþingi 1238, og að hann og Sturla þórðarson hafi ver-
ið fyrir Strendum og Saurbœingum, er þeir fóru suðr í Dali
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 8