Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 37
iig
sumar þessar móðursystur sínar, búið þrjár hinar síðar
nefndu4S.
Halldórr Loptsson hefir verið einn af hinum merk-
ustu höfðingjum andlegrar stéttar á sinni tíð, síðasta
þriðjungi hinnar fjórtándu aldar, og getr hans á nokkr-
um stöðum í íslenzkum annálum. Hann komst til
valda á dögum Jóns byskups Eiríkssonar skalla (1358
—1391) og varð ráðsmaðr á Hólum 1381, og byskup
veitti honum einnig prófastsdœmi um Eyafjörð. Árið
1389 fór Halldórr utan og gekk til Róms, og mun
hafa verið í ferð með Birni Einarssyni Jórsalafara og
þórði Sigmundarsyni og fleirum, en hélt þó eins fyrir
því prófastsdœmi sínu um Eyafjörð, og hefir það þótt
nýlunda, er þess er getið. J>egar er hann kom sunnan,
kom hann sér i mjúkinn hjá Mikaeli Skálholtsbyskupi
(frá 1383), er þá (og siðan) dvaldi í Danmörku, og
fékk hjá honum prófastsdœmi vestr frá Botnsá43, og
42) þar sem segir, að Margrét Eiríksdóttir, móðursystir
Lopts hins ríka, en kona Benedikts Bjarnarsonar, hafi feng-
ið erfð eftir Steinmóð þorsteinsson (J. E. Arb. II, 11), kann
það að vera ónákvæmt, og hafi erfðin verið eftir börn hans og
Ingileifar systur hennar, er dáið hafi í plágunni, og hefir þá
Loptr að hluta móður sinnar ásamt fengið hlutdeild í þeirri
erfð.
43) í, Flateyarannál (Flb.j III, 575), sem þetta er tekið
eftir, stendr, að Halldórr prestr hafi fengið prófastsdœmi
‘milli Botnsár og Geirólfs . . .’ (með eyðu á eftir Geirólfs),
og getr ‘Geirólfs’ þar varla verið annað enn fyrri hluti orðsins
‘Geirólfsgnúps’, og hefði hann eftir því haft prófastsdœmi
um allan Vestfirðingafjórðung. En þó kynni að vera, að rit-
arinn, Magnús prestr þórhallsson, hafi viljandi hætt í miðju
orði, af því að hann hafi áttað sig á, að ‘Geirólfsgnúps’ væri
rangt, en eigi gáð að stryka það eða punkta út, og eigi vitað
glöggt, hvert takmark í staðinn skyldi setja, en skilið eftir
eyðu, til þess að bœta nafninu inn í síðar, ef þess yrði kostr,