Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 45
127
an heima f Skálaholti með mikilli rausn, og um næsta
ár (1276) gifti f>órðr bóndi Hallsson Valgerði systur
sína Sigurði seltjörn53, syni Sighvats hins auðga og
Vilborgar f>orgeirsdóttur úr Holti undir Eyafjöllum,
og hefir Sigurðr verið hálfbróðir Gizurar í Seltjarnar-
nesi, en stjúpsonr hins stórauðga rausnarmanns, Hafr-
bjarnar Styrkárssonar í Seltjarnarnesi, er um þær
mundir hefir átt Guðrúnu J>orláksdóttur, systur Árna
byskups. Boðið var á Möðruvöllum og var þar sam-
an komið hið mesta mannval af landinu: Hrafn Odds-
son, er þá hafði fengið ísland til stjórnar undir kon-
ungsvaldi (ísl. ann., við 1273), byskupar báðir, Árni úr
Skálholti og Jörundr af Hólum, Runólfr ábóti úr Við-
þórðarsyni, og hann einnig eftir langafa sínum, Lopti
Svartssyni.
53. I Arna sögu byskups, er prentuð er með Sturlungu
(Khöfn 1820, 24. bls.), er nefndr ‘Sigurðr á Seltjöm’ og eins
er prentað í Byskupa sögum (I, 702) að öðm leiti enn því,
að orðið ‘á’ er sett meðal hornklofa, sem sýnir, að það
muni eigi hafa staðið í handritinu, sem prentað er eftir,
heldr vera innauki útgefarans. En líkara þykir og jafn-
vel vafalaust, að engu beri inn að auka, og að ‘seltjörn’
hafi verið auknefni Sigurðar (sbr. ‘þórarinn króksfjörðr’; Sturl.
2, 9 : I, 55 í sumum handritum). Hann er og nefndr ‘Sig-
urðr seltjörn’ (eigi ‘á Seltjörn’) í máldaga Auðunnar byskups
fyrir Möðruvalla kirkju í Eyafirði (J. P. Tímar. II, 91), enda
er mjög líklegt, að hann hafi átt heima í Seltjarnarnesi hjá
Hafrbimi stjúpa sínum, þar til er hann kvongaðist, en sá
bœr hefir ef til vill verið nefndr jöfnum höndum ‘í Nesi’
eða ‘við Seltjörn’ (svo sem síðar einart ‘í Nesi við Seltjörn’),
og þaðan er auknefnið sprottið. Að bœr hafi nokkum tíma
heitið eða verið kallaðr ‘á Seltjörn’ (eða í nefnifalli: ‘Seltjöm’)
þykir óvíst og ólíklegt.—Sighvatr hinn auðgi, faðir Sigurðar
seltjarnar, kann að hafa verið Eyólfsson (sbr. Sturl. 6, 2:
II, 190).