Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 46
128 ey, bróðir Hafrbjarnar54, ogf Eyólfr ábóti frá f>verá og margt annarra manna55. f>órðr Hallsson hefir helzt verið fyrir staðamönnum í Hólabyskupsdœmi af hendi Hrafns Oddssonar, en farið fram með meiri varhygð og stilling enn Hrafn og hans félagar í Skálholts byskupsdœmi, því að Loptr Helgason, mágr herra þ>órðar, getr þess i282 Íbréfi til Árnabyskups móður- bróður sfns, að Jörundr byskup hafi handsalað herra þórði á Möðruvöllum kirkjuliluta, og játað upp öllum stöðum i Norðlendingafjórðungi, þeim er Hrafni og öðrum skynsömum mönnum þœtti réttilegt tilkall til vera (Árna s. bysk., 36. k.: Bysk. I, 729—730). J>á átti þórðr Hallsson góðan hlut að því á alþingi 1288 með herra Olafi Ragnheiðarsyni, erindsreka Eiríks konungs, og öðrum góðgjörnum mönnum, að koma á skipulagi milli þeirra Hrafns og Árna byskups, unz konungr og erkibyskup lyki málum þeirra. Krafðist þá hvorrtveggja Hrafn og byskup borgunarmanna fyrir því, er hinum kynni að dœmast að láta af hendi, °g gerðist þá Olafr Ragnheiðarson vörzlumaðr bysk- 54) Runólfr ábóti í Viðey, bróðir Hafrbjarnar (sbr. Sturl. 6, 3: H, 194) er í nokkrum annálum nefndr Ólafsson, og sé það rétt, sem ætla má, hefir hann að eins verið hálfbróðir hans.—J>að getr vel verið réttara, sem Jón Espólín segir (Árb. I, 4), að það hafi verið Runólfr ábóti í Viðey, sem Ami byskup sendi til þess að taka við staðarfjám í Hítar- dal af Katli Loptssyni (Árna. s. bysk. 6. k.: I, 685), enn að það hafi verið Runólfr ábóti í Veri Sigmundarson, svo sem vísar til í nafnaskrá við Byskupasögur I., því að bæði var Runólfr ábóti í Viðey nær og eldri í embætti (vígðr 1256) þó að Runólfr ábóti í Veri (vígðr 1264) yrði brátt meirr virðr. Vissa þar um getr trautt fengizt. 55) Arna s. bysk. 13, 16. og 18. sbr. 26. k.: Bysk. I, 697, 699, 702, sbr. 716,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.