Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 55

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 55
»37 7, 28, 9. 2: III. 49, 181, 183). Mun hann þá hafa verið orðinn aldraðr og andazt litlu síðar. Örnólfr þorvarðsson í Miklagarði, sonr hans, var með föður sinum að boðinu á Flugumýri, og er þess þá getið, að þeir Miklgerðingar, þorvarðr og Örnólfr, hafi gefið Gizuri þorvarðssyni stóðhross góð, er hann gaf aftr Hrafni Oddssyni. þá var Örnólfr þorvarðsson á fundinum við Djúpadalsá 1255, er Eyfirðingar neittu þorvarði J>órarinssyni viðtöku (Sturl. 9, 35 : III, 254), og getr hans eigi síðar69. þeir Miklgerðingar hafa verið í góðri bónda virðing, þótt eigi hafi þeir verið jafnt virðir sem frændr þeirra Möðruvellingar. Svo sem áðr er á drepið, er það ekkert ósenni- legt, að sonr Örnólfs þ>orvarðssonar í Miklagarði hafi verið Jón, faðir Örnólfs að Staðarfelli. Bæði kemr það vel heim við tímann, og svo er líkara, að ættin hafi eigi fyrst hafizt til virðingar með Örnólfi Jónssyni, föður Guðorms í þykkvaskógi, heldr hafi átt kyn í karllegg að rekja frá einhverjum, er tók sögulegan þátt í hinum margbreyttu atburðum Sturlunga aldar- innar, og því er nefndr í Sturlungu. Til uppruna ætt- arinnar úr Eyafirði kynni það og að benda, að Guð- ormr Örnólfsson leitaði mægða við Möðruvellinga. Til þess að sýna glöggvari framætt og frænd- semi þeirra Halldórs prests Loptssonar og Lopts hins ríka Guðormssonar, skal hér viðtengd þessi 69) Jón Espólín (Arb. I, 3, 15). telr ‘Örnólf jporvarðsson Örnólfssonar’ með höfðingjum 1262 og 1300, en það mun varla hafa neitt við að styðjast, þó að svo geti vel verið, að hann hafi þá verið á lífi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.