Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 29

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 29
221 þess var eigi lengi að bíða, áður flóttamenn snerust í móti þeim er þá eltu, og börðust djarflega; hörfuðu Englendingar þá undan og leituðu þángað, er þeir áður voru. Margir þeirra kornust á hól þann, er áður var nefndur, og vörðust þaðan, og kom hann þeim nú að góðu gagni; féllu Frakkar drjúgum í þeirri viður- eign. En meðan þetta gjörðist, og Englendingar og Frakkar börðust i smáriðlum niður á láglendinu náði meginher Normanna uppgöngu á hálsinn, að líkindum þar sem brekkan er minnst, skammt þar fyrir vestan, sem klaustrið var síðan reist. fað var um nónbil, er Normenn náðu uppgöngu á hálsinn; hafði þá orustan staðið um 6 stundir; en þó að Normenn ættu nú hægra en áður til aðsóknar, var samt mjög tvísýnt um sigurinn; hvorirtveggja börðust af miklum ákafa og unnu margt hreystiverk. Hörð- ust var orustan þar sem Haraldur var, og þangað sótti nú allur her Normanna. J>á var mjög liðið .á dag. Vilhjálmur b'auð bogmönnum sínum, að skjóta örvunum í loft upp, til þess þær félli niður í höfuð Englendinga. Svo var nú gjört, og varð þeim það að miklu tjóni. Orvarnar gengu gegnum hjálmana, margirfengu skot, í augun og biðu bana. Var nú mikil aðsókn að merki Haraldar konúngs. Hann var enn ósár, en skjöldur hans var skúfaður af örvum Normanna. f>á flaug ör ein og kom í hægra auga konúngi, öxin féll úr hendi hans og hann hneig niður hjá merkisstönginni, og lá þar litla stund í fjörbrotum, en þá þustu að fjórir af riddurum Normanna og veittu konúngi banasár. En þótt Haraldur konúngur væri fallinn, börðust menn hans, þeir er uppi stóðu, meðan dagur vannst til. í þessari orustu féJl flest allt stórmenni sunnan og austan af Englandi, því að enginn vildi á flótta hyggja, og enginn beiddist griða. En nokkrar sveitir af hinu léttvopnaða liði Haraldar leituðu undan þá er

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.