Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 59

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 59
251 [því Baldvin frá Hraunum er giptur og á konu og barn]. Guð veri með ykkur báðum. Eg er þinna velæruv.h. heiðrari og elskari Baldvin Einarsson. Atlmgasemd um eitt atriði í ritgjörð B. Grrön- dals „Um fornan kveðskap íslendinga og Norð- manna“. (Tímarit Bókm.fjel. III. árg. 1882). í ritgjörð þessari hefir herra Benidikt Gröndal tekið upp hina al- kunnu vísu: »Alda rjúka gjörði grá«, og getur hann þess, að hún hafi verið í æsku sinni eignuð Hallgrími Pjeturs- syni, en segist ekkert vita frekar um það, og eigi heldur, hvort heil ríma hafi verið orkt undir sama hætti. (Tímar. III 158— 159, néðanmáls). Af því vísa þessi mun vera kunnug víðast á Islandi, þá í- mynda eg mjer, að mörgum muni þykja gaman að vita meira um hana, en hygg að mörgum muni það ókunnugt, og það því heldur, sem hinum margfróða höfundi hefir verið það ó- kunnugt, þá er hann samdi ritgjörðina. Eins og vísan bendir sjálf til, þá er hún um það, er lík þeirra Grettis og Illuga vóru flutt úr Drangey. Af Grettis sögu hafa verið orktar 20 rímur, og byrja þar á efninu, er Asmundur hærulangur reisti bú að Bjargi; ná þær síðan yfir söguna alla og yfir Spesar þátt til enda. þar sem 17. ríman byrjar fyrst eptir mansönginn, er þessi vísa : »Alda rjúka gjörði grá«, og er ríman öll með sama brag eða sömu rímstuðlum. Hún er með mansöngnum 66 erindi og má heita öll jafn vel kveðin. Um aldur rímnanna og hvar þær eru orktar, tekur höfundurinn sjálfur tvímælin af, því svo kveður hann í niðurlagi síðustu rímunnar: Sextán hundruð alda ár er og standa fimmtíu fleir,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.