Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 1

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 1
Þrjú kvæði. Eftir STEPHAN G. STEPHANSSON. I. SVEITIN MÍN. Brávellir, bröttu höll, Bláfell og klettafjöll, Útskorin dölum og drögum; Espihóll, áiti blá, Engiland, móa-flá, Runnar í harðlendis-högum. Hækka upp vestrið við, Víðlendis yfir mið, Sólundir heiðblárra hæða, Glaðviðris gróin ró Glóir um sumar-skóg, Varmár sem víði-dal þræða. Hátt uppi hrika-fjöll Hefjast og blika — öll Iðandi’ í árdegis-hilling. Óskýjuð austan-sól Uppljómar dal og hól, Rjóðrar á grástakka gylling. Sjónfögur sveitin mín, Sól þegar heitast skín Einn með þér gott er að ganga; Hlær við mér hugsun ný, Hljóðlát, sem vaknar í Sérhverju dalverpi’ og dranga.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.