Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 4

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 4
IÓ4 Pó á hann að fara’ á fætur, Fyrir mat í dag að vinna; Eftir þrautir þreytu-nætur Pola líka dagsverk hinna. Kalt og dimt er kofa-hrofið; Á hvílu sést: þar var ei sofið, Hálmsæng forn er uppreidd enn; Ofninn kaldur fyrir löngu; Skrifborð halt í horni þröngu, Hlaðið skræðum, svignar senn! Saman-rótað rúnablöðum, Ritföng stráð á víð’ og dreifi — Lampa-skarið skímum glöðum Skýtur, og hjaðnar annað veifi. Mein hans er nú augljóst, sjáðu’ hann, Andi lampans hefir þjáð hann! Komið, þessi voldug vera, Við þann mund er sofna skyldi’ hann, Spurt hann höstugt: Hvað sér vildi’ hann, Albúinn til alt að gera — Andinn er hans hjú, hann herra, Hlýðið, röskt og trúrra vonum; í>ó er öllu angri verra Erindi að svíkja’ af honum. — Hefir þú átt við anda lampans Einn, við týru stjörnu-glampans? Hafir þú ekki, hræðstu’ hann, flýð’ hann! Hann er allra-römust vofa. Aðrir vættir aldrei sofa Vaki’ hann hjá þér. Viltu líða’ hann? Hús þitt fylla ótal andar — Aldrei gefst þér ró né friður — Sumt eru englar, aðrir fjandar, AUir mæta’: að kveðast niður.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.