Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 6
við að sýna fram á, í hverju oss hefir »munað nokkuð á leiö« *g í hverju »aftur á bak«. Fólkstalan. Pað er ávalt talið víst framfaramerki, ef fólk- inu fjölgar, en hið gagnstæða merki um afturför, enda sýndi það sig í fiskileysisárunum eftir 1890; þá bráðfækkaði fólki hér ár frá ári um nokkur ár, en síðan, eftir að árferði batnaði, hefir því enn óðara fjölgað, og er fólkstalan nú komin nærri hinu hæsta stigi, sem hún hefir nokkurn tíma náð, líklega síðan eyjan bygðist, því nú var fólkstala í árslok (1900) 568.1 Aðeins 1871 var hún 571 eða 3 fleiri. Til samanburðar má geta þess, að 1703 var fólks- talan 340, 1791—1812 frá 141—193; 1888: 564, ení árslok 1896 hefir fækkað um 75, fólkstalan þá komin niður í 489; á síðustu 4 árum hefir þannig fjölgað um 79, þar af 36 umliðið ár. Um miðja öldina var fólkstalan um 400. Petta er allmikil framför, enda hafði þá um lengri tíma dáið nálega hvert ungbarn, sem fæddist, úr hinum alræmda barnasjúkdómi ginklofanum, en nú deyr varla meira en 1 af 10 á fyrsta ári af lifandi fæddum börnum. En ein afleiðing þessarar breytingar er sú, að eyjan hefir ekki getað fætt öll sín börn — þar sem líka oftast hefir verið nokkur innflutn- ingur af fólki frá meginlandinu, — svo að eigi allfá þeirra eru nú dreifð, ekki einungis víðs vegar um land vort, heldur bæði í Dan- mörku og mjög mörg einnig í Vesturheimi. Óskandi væri, að hér væri landrými svo mikið, að vor eigin börn, sem æskja að ala hér aldur sinn, þyrftu eigi að flæmast burtu, en þessu er því miður ekki að fagna. í tilliti til stj órnar'fars hefir sú breyting til framfara á orðið, að Vestmanneyjar hafa á 6. tug aldarinnar verið gerðar að kjör- dæmi út af fyrir sig með rétti til að kjósa fulltrúa til alþingis; var það mikilvæg réttarbót. Svo hefir hér sem annarstaðar á landinu (með tilskip. 4. maí 1872) verið sett á stofn sýslunefnd og hrepps- nefnd. í sýslunefndinni sitja 5 menn, sýslumaður og sóknarprestur sjálfkjörnir og 3 menn kosnir af héraðsbúum, og í hreppsnefnd 5 menn. Fátækramál. Eftir fiskiárin miklu og góðærið um og laust fyrir miðja öldina hafði sveitinni safnast mikill sjóður; sveitar- þyngsli vóru þá mjög lítil, aðeins fáein gamalmenni, flest ungbörn dóu á fyrstu viku, svo sem áður er getið. En mestum hluta 1 í árslok 1901 er fólkstalan 617, á árinu fjölgað um 49.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.