Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 11

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 11
fuglabjörgum, sem jarðskjálftarnir 1896 gerbu; en vonandi er að fýlunga fjölgi aftur, þá er fram líða stundir. Aftur hefir lunda- og svartfuglaveiði hrakað mjög. Skömmu eftir 1850 fundu menn upp hina óhappasælu veiði á lunda í lagnet, uppistöðunet og yfirslátt- arnet. í svipinn óx lundaveiðin að miklum mun. Árið 1849 vóru héðan flutt til útlanda 13,400 pd. af fiðri, en 1855: 19,000 pd. En smásaman tók fuglinn að ganga til þurðar, þar sem bæði var veitt of mikið af fullorðna fuglinum, og ungviðrið svalt í hel undir lagnetunum, auk þess sem fuglinn fældist burt við þessa heimskulegu og grimmúðugu veiðiaðferð. Hið eina ráð til að fjölga fuglinum aftur að mun, mundi vera að friða hann algjörlega um t. d. 10 ára bil. Hér gjalda eyjarbúar tilfinnanlega grimdar, vanhyggju og gapagirndar þeirrar kynslóðar, sem nú er undir lok liðin. Um svartfuglaveiðina má nokkuð líkt segja. Fuglinn var •víða strádrepinn, nauðsnaraður á bælum, þar sem eftir reglum Færeyinga aldrei ætti að snara meira en helming af bæli. Af- leiðingarnar eru fram komnar; svartfuglaveiðin er að mestu til þurðar gengin t. d. í Bjarnarey, þar sem hún var arðsömust, og mundi hafa orðið það áfram með skynsamlegri og hóflegri veiði. Heímskan tekur oft þungan skatt af mönnum. Hér er um til- finnanlega afturför að ræða; verður það eitt af hlutverkum núlif- andi og komandi kynslóðar að bæta upp brot febra sinna í þessu efni. Pá er um garðræktina skal ræða er aftur á gleðilega fram- för að minnast. Árið 1791 eru hér 2 kálgarðar, 1820: 20, 1840: 70, 1856: 104, en stærðin á þessum 104 görðum er aðeins 3084 □ f. eða tæpir 30 □ f. hver garður að meðaltali. Eftir 1870 fóru menn af kappi að setja út garða sína og byggja nýja, og var allra mest um framkvæmdir í því efni áratuginn 1870—80, og síðan var því fram haldið með dáð og dug hinn næsta áratug, og nú eru maturtagarðar taldir hér rúmlega 16,000 □ f. að stærð eða meir en 5 sinnum stærri að flatarmáli, en þeir voru 1856. í góð- um uppskeruárum má fullyrða, að komið hafi hér úr görðum alt að 2 tunnur af rófum og jarðeplum tilsamans á mann, og sjá allir, hvílíkur plógur það er, og hversu gleðilega framför hér er á að minnast. Verzlun og samgöngur. Um framför í verzlun er hér eigi að ræða fyr en á 2 síðustu áratugum, eftir að samgöngurnar vóru bættar með auknum eimskipaferðum. Hið gamla einokunar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.