Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 14

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 14
!74 þótt hún hafi mikið þverrað, þá er hún helzt of mikil enn, svo sem því miður vill brenna víðast við, þar sem jafnhægt er að ná í sop- ann sem hér. Orð hefir veriö á því gjört og það eigi að ástæðu- lausu, að í mesta lagi hafi verið drukkið hér árið sem leið, og er það ilt til frásagnar. Væri óskandi, að vínverzlun yrði hér hætt, sem fyrst, því þá mundu óráðsmennirnir eigi lengur geta eitt aflafé sínu, er oft er fengið með lífshættu og súrum sveita, fyrir sprit- blöndu. Til að reyna að sporna gegn drykkjuskap kom séra Brynjólfur Jónsson á stofn bindindisfélagi skömmu eftir 1860; gerði það óneitanlega talsvert gagn um tíma, en hné algjörlega í val- inn ásamt stofnandanum. Goodtemplarafélaginu hefir orðið tals- vert ágengt; hefir hrifið ýmsa menn um tíma og suma að fullu og öllu úr klóm ofdrykkjunnar og svo hefir eftirdæmi Goodtempl- ara haft talsverð siðbætandi áhrif. Mörgum þykir nú meiri minkun en áður að láta sjá sig ósjálfbjarga og vitlausa á strætum og gatnamótum; áður þótti slíkt varla tiltökumál. Skipaábyrgðarfélagið var stofnað fyrir forgöngu Bjarna sýslumanns Magnússonar árið 1862, til að tryggja sjávarútveg. eyjarbúa. Var uppástungu sýslumanns tekið svo vel, að allir eig- endur vertíðarskipa gengu þá í félagið, og lögðu á sig þung gjöld, 3°/o af virðingarverði skipa; síðar hefir gjald þetta verið lækkað svo, að það nú í nær 20 ár hefir verið aðeins i°/0, og inntöku- eyrir 30/0, sem í fyrstu var 5°/o. Félagið hefir á þessum 38 ár- um eigi greitt allfáar smærri skaðabætur, en ekkert skip hefir það þurft að bæta að fullu. Mestur hluti vertíðarskipa hefir ávalt verið í félaginu, og er sjóður þess nú orðinn um 4000 kr. Félagið hefir síðustu 4 ár veitt þurfandi ekkjum dáinna félagsmanna 30 kr. styrk á ári, sem stjórnarnefndin hefir skift milli 2 ekkna. Verði félagið eigi fyrir stórum óhöppum, mun það innan skamms geta miðlað sjóði þeim fé, sem komið var hér á fót árið 1890, og nefndur er styrktarsjóður handa ekkjum Vestmanney- inga, þeirra er drukna eða hrapa til bana.1 Skipulagsskrá sjóðs þessa öðlaðist konunglega staðfestingu 5. des. 1891. Eyjarbúar hafa styrkt sjóð þennan helzt til linlega, átti hann því nú í árslok aðeins rúmar 800 kr. í sjóði. Vonandi er að eigi verði langt liðið á öldina, áður hann fer að geta unnið sitt fyrirhugaða líknarverk, og þannig náð takmarki sínu. Forsetar skipaábyrgðarfélagsins hafa 1 Á aðalfundi félagsins 27. janúar 1901 gaf félagið ekknasjóðnum 500 kr.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.