Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 18

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 18
17» Hans glott er svo biturt, sem glirnur hans brenni,, mót glerinu þrýstir hann nefi og enni; svip hans er eitthvað svo æsandi, tryllandi, alt í hans veru af hrylling mig fyllandi. Svo heyri ég lágan og hásan róminn en hiklausan, hvassan, sem síðasta dóminn: »— Pið hrópið á frið, frið, og haldið að þessi nótt færi’ ykkur frið! Nei, þeir munu hafa heyrt það skakt þessi hirðara-grey, það var aldrei sagt. Hann kom ekki til þess að færa’ ykkur friðr sá sem fæddist í nótt — þetta vitið þið. Hann hóf fyrir alvöru eilífa stríðið. Pá var andlega jafnvægið brotið og þrotið og logandi brandi í bygðirnar skotið; þá byrjaði lífið með stríðið og kífið, sem alt hefir síðan undir sig brotið, þar allir kraftarnir hafa sín notið, og heimurinn allur í auðmýkt lotið og atgervi sitt gegnum blóðstrauma hlotið — Þá varð orustuvöllur hvert einasta kotið. Sko þarna, hátt — fyrir hásæti mána, þar hefjast í dansinn sögunnar myndir; í skýjanna löðri hver sýningin syndir. — En á bak við þær hyldýpi himinsins blána. Sko þarna hinn rómverska ríkisfána, þar roðar af keisarans dýrðargöngum; en blysin, sem förinni birtuna lána, eru’ brennandi menn, sem hefjast á stöngum. Og þarna er rándýrum hleypt úr hafti — svo hrinda þeir mönnum í klær þeirra niður.. Sko blóðið, sem lekur úr ljónsins kjafti — þeim líkar að sjá, er það kroppana bryður..

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.