Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 19
179 Og þarna er náunginn klipinn og kreistur og kvalinn og teygður — því nóg eru týgin; hann yrði víst seint frá þeim ósköpum leystur, ef ei hann að lokunum frelsaði — lygin. Og þarna glittir í bál og í brennur, en bak við það, lengra frá, þar sérðu stríðin; þar brúka menn stál eða bál eða tennur að brytja með heiðna’’ eða kristna lýðinn. Pú sér þarna minningar-mynd yfir sverðunum myrka í andliti, sjónirnar hvessa, með blóðbrúðkaups-skikkjuna hangandi’ á herðunum og hræglott um munn — það er Barthóloms’messa—«. Burt! í*ú ert Satan, þú sýnir þaö versta —-! »Nei segðu’ ekki þetta, með rósemd og stillingu tökum við sökina. Heyrðu, í hillingu horfum við þarna á fáeina presta. Peir blessa, jú rétt, og þeir beita’ ekki skálmum, en berjast með hugvekjum, ræðum og sálmum, kveikjandi eldinn í almúgans sálum svo allir, sem heyra þá, standa á nálum. Peir kasta þar nagandi orm’ inn í anda sem eitrar hugskotið, gleðina hrekur, sem stríðið hið innra án vægðar vekur — Hver vogar mót augnráði prestsins að standa! Peir koma til sjúklingsins sængur, vinur, og sækja hann heim, er hann lémagna stynur, og bera á herðum sér huggara-feldinn — en helia þá olíu’ í síðasta eldinn.« Vík frá mér, Satan! — »Nei, vertu nú hægur, þú verður svo óstiltur, reiður og ægur. Nú sýni’ ég þér líka þau gull og þá gnótt, sem gat hún af sér, þessi heilaga nótt. 12'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.