Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 22
i82 vorkunnsemi og mannúð við embættisbræður sína og hógværð í röksemdum, að hann misti aldrei nokkurs manns virðing og velvilja. Hin nýja hreyfing Kjannings gekk beint á móti hinni fornu föstu og röklegu, en stirðu og ströngu trúarfræði Kalvíns; en þó var hreyfingin miklu fremur jákvæð en neikvæð. Dr. K. var vanur að segja: »Fornu villurnar falla af sjálfu sér fyrir ljósi betri kenninga — alt eins og tröllin daga uppi fyrir geislum morgunsólarinnar.« »Reformatsjón (umbót) er betri en Revolútsjón (bylting)«. Hin nýja kenning breytti Jesú-dýrkuninni í nýrri og mildari boðun, og lagði áherzluna á eilífan og einan guð, mann- inn og mannlífið. Hann gjörði trúna miklu eðlilegri og auðugri, innilegri og bjartsýnni, en aðrir kennimenn á þeim dögum (snemma á öldinni): I hans augum var guðs dýrðar-opinberun alstaðar, og hann fann perlu guðsmyndarinnar hvervetna í sorpinu, sorpi mann- eðlisins, og mannlífið var í augum hans fult af fögrum fyrirheit- um, fult af dásemdum, mögulegleikum, heilagleik. Dr. K. niður- reif hina hörðu hártogunaraðferð presta og guðfræðinga. Vér eig- um ekki — sagði hann — að kenna margt, heldur mikið (o: non multa, sed multuní). Og þó hann mildur væri og vægur við aðra, og þótt hann aldrei gleymdi að viðurkenna hið góða í málstað mótstöðumanna sinna, var nálega engra færi að fara í deilur við hann. Hann var bæði djúpskygn, víðsýnn og skarp- vitur og ritsnillingur hinn mesti, og ritaði enn þá betur en hann talaði. Hann deildi og aldrei um önnur efni en stórsannindi (Princip), og fékk því skjótt í fylgi með sér beztu menn þjóðarinnar. Hann minti og bæði á Washington og Franklín, en ritsnild hans, blíða, guðlega mannelska tók þeim langt fram, þótt þeim væru aðrir yfirburðir gefnir, ef til vill, í meiri mæli. En sérstaklega ein- kendi Kjanning hans kennimannlega hógværð, sem bæði þá og endranær er óvanalegur kostur amerískra kennimanna-skörunga. Þeir, sem heyrðu hann tala, og eins þeir, sem lesa rit hans, undr- ast yfir þeim »guðsfriði«, sem fylgir orðum hans, og þó talar hann eins og sá, sem valdið hefir. »Hve nær endurfæddist þú, góði bróðir?« spurði kvekari nokkur dr. Kjanning. »Jeg man ekki til, að það hafi nokkurn tíma orðið,« svaraði Kj. ^Pú hefir þá endurfæðst, áður en þú fæddist,« svaraði kvekarinn. Pessi kyr- láta, en djúpa hreyfing, sem dr. Kjanning hóf, vakti litla styrjöld meðan hans naut við, en það var því merkilegra, sem hún þó var

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.