Eimreiðin - 01.09.1902, Page 23
i83
bæði djúp og víbtæk bæði nær honum og fjær. Ófriður af þeim
únítörum, er fylgja kenningarstefnu og heimspeki Kjannings, hefir
aldrei verið teljandi. Ekki heldur kviknaði nokkurt bál út af
hinum meistaralegu tölum hans og flugritum móti áþján svertingj-
anna, og hefir þó enginn lýst því þjóðarhneyksli jafnátakanlega
og hann. En þegar yngri samtíðarmaður Kjannings og arfþegi í
heimi andans og frelsisins, Theodor Parker, kom fram, þá var
friðnum í Bandaríkjunum lokið. Parker var einhver hinn mesti
ræðuskörungur, sem Ameríka hefir átt, frumlegur í hugsun sem
háttum, fullur af frjálslyndi, ákefð og andríki. Eins og Kjanning
sleit hann sig ungur frá trúarfylgi við feður sína, og gjörðist brátt
miklu svæsnari frjálstrúarmaður en hinn og miklu æstari fylgis-
máður þeirra, sem fyrstir gengu í berhögg móti þrælahaldinu. Er af
honum mikil saga. En þótt hann væri og sé og verði talinn með mestu
kennimönnum og frelsisskörungum á seinni tímum, þá eignaðist
hann aldrei mikinn flokk eða fylgiliöa; þótti flestum hann íara geyst
og spilla jafnmiklu og hann bætti í trúar- og kirkjumálum, þrátt
fyrir eldfjör sitt og frumgáfur — nema hvað hann ómótmælanlega
hleypti frelsismáli svertingjanna í bál og brand. Parlcer dó úr
brjósttæringu suður á Italíu um sama leyti, sem þrælastríðið brauzt
út 186o. Hefði ákefð, rökfræði og frumlegt andríki verið einhlítt
til þess, að tala mönnum á svipstundu hughvarf um sannindi og
•ósannindi arfgenginna trúarfræða, þá hefði Parker verið hinn rétti
maður. En til þess varð Kjanning, en ekki hann. Pað var hinn
hógværi og mildi Kjanning, sem stofnaði fremur öllum öðrum hina
miklu únítara-hreyfing, sem eykst til þessa dags með ári hverju
um allan kristinn heim — þrátt fyrir öll mótmæli allra trúarflokka,
sem halda, að m. k. að forminu til, hinum fornu trúarfræðum.
Únítara-kirkjuflokkurinn sjálfur jókst að vísulítið eftirdaga Kj.og telur
varla fleiri en hálfa miljón áhangenda vestan og austan Atlants-
hafsins að samanlögðu. En skoðanir flokksins hafa smátt og smátt
gagnsýrt svo mjög alla kirkjuflokka, og ekki sízt hinar miklu ríkis-
kirkjur í Evrópu, að það er því síður en svo, að eining eða sam-
hljóðan trúarskoðananna haldi þeim saman, heldur má svo að orði
kveða, að félag þeirra haldist eingöngu fyrir hið ytra skipulag
þeirra, ríki, eignir, aðhald og venju. Dr. Kjanning fær og æ meiri
og víðtækari frægð fyrir rit sín og skoðanir. Fyrir fám árum gaf
únítara-presturinn Robert Spears út rit hans á Englandi, þótt
margar eldri útgáfur væri til, og seldi með gjafverði 100,000 ein-