Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 26
unni, sem staðhæfir, aö í oss finnist ekkert gott, og að vér séum
af náttúrunni einungis illir og til ills lagaðir; að yfirnáttúrleg frelsis-
hjálp fyrir trú gjöri oss til góðs hæfa, og ekkert annað. sPetta
er að baktala og rógbera manneðlið,« sagði hann, »ég þekki það
af eiginni reynslu og eftirtekt.« Honum sárnaði (sagði hann) mest
að sjá, að sjálf trúarbrögðin skyldu þannig byggja aðalkenning
sína á misskiluingi á manneðlinu, á rógi og lasti um það. Hann
sá og glögt, hversu þessi háskakenning hefir valdið miklu volæði
hjá þjóðunum, með því að niðurníða og vantreysta kröftum manns-
ins, en innræta skinhelgi, hræsni og ódrengskap í öllum stéttum.
I ritum sínum sannar Kj. meistaralega þessa trúargrein vorra daga,
að matineðlið geymi í sér fremur góðan og göfgan vísi, en hið
gagnstæða, og mætti tilfæra margar málsnjallar setningar eftir höf-
und þennan því til sönnunar. En til þess er hér ekki rúm, enda þarf
þess ekki; nálega allir hugsandi menn eru hættir að leggja nokkra
áherzlu á syndafalls- og spillingarkenninguna eftir bókstafnum
heldur reyna að skoða hana og skilja á líkingarfullan hátt — al-
veg eins og fleiri fornlega trúarlærdóma. »Manneðlið er« — segir
einn af lærisveinum Kjannings — »líkt grenikönglinum; hann er
ekki greniviður, heldur er hann vísir til greniviðar.« Eessi sann-
leiki liggur og einmitt í kenningu Jesú, hvort sem eigin orð hans
eru bókstafrétt tilfærð, eða rituð í og eftir atida hans — eins og
guðspjall Jóh., þar setn t. d. hann talar um greinar á hinum sanna
vínviði, eða það, að hafa lífið í sér. Kristur meinti kjarnann, hin sönnu
útsæðiskorn, guðsmyndina, það að maðurinn ætti að verða guðs-
barn, eða guðs son, í líking við hann sjálfan. Eessa kenning kall-
aði Kj. afbakaða af slæmri trúarfræði. Hann skorar sí og æ á
menn, að leggja hönd á plóginn, betran sína. »Trúið á náðarkraft
guðs í yður sjálfum,« segir hann. Sú bezta bót og iðran er starf-
semi guði til lofs og dýrðar og meðbræðrunum til blessunar.
Tómt trúar- og iðrunartal eða réttlæting fyrir yfirnáttúrlega hjálp
stoðar ekki — vekur menn ekki framar, sannfærir ekki framar.
Vér megum aldrei gleyma því, að þó vér syndugir séum og
breyskir, þá er margs konar ófullkomleiki áskapaður eðli voru, og
frjálsræði vort, vitsmunir og tækifæri mjög svo takmarkað. Og
enn síður megum vér gleyma hinu — hverju? Pví, að vér, þó
breyskir séum, erum börn guðs, en ekki reiðinnar. »Enga betr-
unar-örvinglun!« kallaði dr. Kj. »Rís þú upp úr volæði þínu,
maður! Pú ert ekki getinn til ills og ófara, heldur til frelsis guðs-