Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 30

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 30
að éta hana, og ofan á alt þetta bætist, að þessi frumbýlingur getur, áður en nokkur maður veit af, setið uppi með ríkustu bónda- dótturina í sveitinni, sem höfuðbólið gamia átti í rauninni þing- lesið ítak í, og slíkt fyrirgefst kotungum aldrei. En án gamans talað, þá eru þeir ýmsir af hinni eldri kynslóð, sem kunna ekki við það, hversu fljótt Seyðisfjörður hefir »'kom- ist upp á hornið«, og svo finst þeim bragðið að honum útlenzkt, að minsta kosti óíslenzkt. Pað er og satt, að Seyðisfirði svipar að ýmsu leyti töluvert til útlendra landnemabæja, bæði að hraðvexti sínum og allri nátt- úru. Hér er enginn embættisaðall eða bæjaraðall, sem geti tekið sig út úr hinum sakir aldurs eða ættgöfgi og þakkað guði fyrir, að hann er ekki eins og aðrir menn. Hér eru flestir eins og frúin, sem ekki átti hreppstjóra í ættinni, að minsta kosti hafa þá þeir heiðursmenn verið hreppstjórar eða hefðarmenn einhverstaðar annarstaðar, á öðrum landshornum eða þá í Noregi eða Dan- mörku, og því er enginn skyldur til að trúa um annars forfeður fremur en hann vill. Og þó einhver hafi verið kaupmaður ári lengur en annar eða í bæjarstjórn mánuði lengur en nábúi hans, þá er það oflítill hefðarmunur til þess, að vekja stéttaskifting eða flokkaríg. Og þó ótrúlegt sé til frásagnar, þá hefir kvenþjóðin á Seyð- isfirði ekki heldur komið þar á neinni stéttaskifting, hvorki meðal sjálfrar sín né sinna karlmanna, þó það aunars oft sé svo, eins og menn vita, einkum í smábæjum, að frúrnar og »frökenarnar« hafi sérstaklega það ætlunarverk á hendi, að sporna við því, að auður og embætti velkist við of náin kynni af því, sem óæðra er, og þessi óhlutsemi er þeim mun virðingarverðari, sem ýmsar af frún- um á Seyðisfirði, eins. og f nýlendubæjunum, hafa aldrei verið »frökenar«, heldur aðeins vinnukonur og þjónustustúlkur, sem sagt er annars um að verji frúarsessinn og hátign hans ekki lakar en aðrar, þegar þær eru seztar í hann. Petta stafar beinlínis af því, að bæjarbúar hér eru, að kalla má, foknir saman úr öllum áttum, og hér er nálega enginn inn- borinn eldri manna eða' borgara og tíminn svo skammur, sem bærinn hefir myndast á, að enginn maður eða ætt hefir haft tóm til að lögfesta handa sér neinn aldursforsetastói. Einn elztur borgari hér nú mun vera J. M. Hafisen, konsúll, og þó ekki bú-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.