Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 32

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 32
192 þetta er svo líkt 1 öllum heimkynnunum, ab þess gætir aðeins í smámunum, en lítið í daglegu lífi. Annars er hér gott tækifæri til að athuga áhrif þjóðblend- ingsins og þær afleiðingar, sem innflutningur og búseta útlend- itiga hefir á hætti og þjóðerni, því um það alt og þann voða, sem af því stæði, hefir verið hrópað svo hátt og svo títt. Islendingar eru hér langflestir, eins og áður er getið. Næstir koma Norðmenn og ekki svo fáir. Danir eru fæstir og ekki nema ein familía, sem er aldönsk, A. Jörgensen bakari og fólk hans. Pað sést hér nú fyrst og fremst, að hvorki mál né þjóðerni hamla því, að þjóöirnar blandast saman bæði fljótt og vel. Pví auk liinna alíslenzku, alnorsku og aldönsku familíu eru hér, eftir svo skamman tíma orðnar æðimargar norsk-íslenzkar familíur (þjóðerni húsbónda talið á undan) og auk þeirra aðrar, þar sem húsbóndi er danskur húsfreyja íslenzk, eða húsbóndi danskur húsfr. porsk, eða þá húsbóndi íslenzkur húsfreyja norsk (Porsteinn kaupm. Jónsson). I öðru lagi sýnir það sig hér, að þjóðerna-greiningin stendur að engu leyti í vegi fyrir samvinnu og samkomulagi. Auðvitað getur komið óeining milli manns og manns hér eins og annar- Staðar, en þjóðernin koma þar ekki að. Ekkert af þjóöernum tekur sig út úr eða gerir sig fráskila að neinu leyti. Hitt er eðliiegt, t. d, um Norðmenn, sem flestir eru komnir úr sama bygðarlag- inu eða bænum, frá Stafangri, að forn kynning og samtvinnaðar minningar haldi eldra fólkinu meðal þeirra lítið eitt nánar saman en ella mundi. Á daglegt líf setur slíkt ekki minsta merki. Og þó einn danskur maður, sem annars á norska konu, hafi tekið sig hér út úr og að miklu leyti einangrað sig, þá er það eingöngu eðlisfar mannsins, sem er skuld í því, en ekki þjóðernið, og orsökin mun vera sú, að hann af vissum ástæðum kom hingað í öndverðu í eins konar fríviljuga útlegð, eins og prestur á fyrir- heitisbrauð, til þess að vinna sér verðleika til annars betra á ætt- jörð sinni. Af þessu hefir eðlilega leitt, að hvatir hans allar hafa einkum beinst í þú átt, að hafa sem mest mök við þá landa sína, sem hingað koma og ldeift var að ná í og einhver von gat kannske verið um, að á einhvern hátt gætu stutt að lausn hans

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.