Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 33
193
héðan, eða þó að minsta kosti að því, að ættland hans gleymdi
honum ekki með öllu. Pegar svona stóð á, var og jafneðlilegt,
að þessi maður hefði í öllum athöfnum sínum einkum það fyrir aug-
um, sem hann hugsaði að ættlandi sínu eða mönnum þar, sem hjálpar-
von gat verið að, væri þægð í eða gagn að, og tæ.ki síður tillit til út-
legðarstöðva sinna, og eins var ekki nema eðlilegt, að hann fengi
til liðs við sig í þessu þá menn hér, sem til slíks urðu notaðir.
Pessi stöðugi brauthugur getur og auk gáfnafars verið orsök
í því, að þessi maður getur eftir 14 ára veru hér ekki skilið dag-
legt mál, né talað svo setningu í íslenzku, að hún skiljist, og ber
ekki óskakt fram eitt orð af þeim örfáu, sem hann kann, enda
mun hann einn af þeim fáu, ef ekki eini maðurinn hér á landi,
sem á öllu sínu verður að taka til að skilja börn sín.
En orsökin er, eins og áður er sagt, eðlisfar og ástæður
mannsins en ekki þjóðernið. Pað sýna ljóslega aðrir landar hans,
bæði hér og annarstaðar.
Að undanskildu þessu eina dæmi, sem hér er gersamlega
einstakt og ekkert verður miðað við, má fullyrða, að þau einu
áhrif, sem hinir búsettu útlendingar hafa haft hér á þjóðerni og
þjóðernistilfinmngu, séu aðeins til góðs að því litla leyti, sem þeirra
verður vart.
111 áhrif eða illar afleiðingar ættu helzt að koma fram í skemd-
um á tungunni og ræktarleysi við land eða þjóð.
Vitaskuld er það, að útlendingarnir verða að tala sína tungu,
meðan þeir eru að læra hina innlendu, og mönnum, sem komnir
eru af æskuskeiði, gengur tregar að læra nýju tunguna og verður
það eðlilega fyrir að neyta síns máls, ef þess er kostur. Hér
gátu þeir og að mestu leyti bjargað sér með sína tungu eina
saman og þurtu því li'tið að leggja sig í framkróka til að læra ís-
lenzku, nema þá helzt þeir, sem eitthvað höfðu við sveitamenn
saman að sælda. En samt er það svo hér, að jafnvel elztu út-
lendingarnir skilja til fullnustu daglega málið og hafa sömu not af
blöðum og bókum sem vér og geta auk þess sagt það á íslenzku,
sem þeir þurfa á að halda svo að hver maður skilur. Peir, sem
yngri komu, tala sama málið prýðilega og t. d. einn, Rolf Jóhan-
sen, verzlunarmaður, sem mun hafa komið hingað skömmu fyrir
fermingaraldur, talar málið svo vel bæði að hneigingum og
framburði, að fáir munu heyra mun hans og innborinna manna.
‘3