Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 39
i99
kemur inn fyrir brekkubunguna undan miðjum tindinum, sést þriðji
aðalhluti bæjarins. Sá heitir BÚÐAREYRI. Bar er bygging mest,
næst Öldunni, og bryggjur stórar. Par ríkti Ottó Wathne, og þar
er íbúðarhús hans uppi í hallanum, prýðisfallegt hús með grasfleti
girtum um kring og ber hátt. Búðará fellur um eyrina. Afhenni
er nafnið.
Baðan er strjálbygt inn með höfninni en þó nokkurn veginn
samanhangandi bygð inn að Öldunni. Bar inst við Ölduna fellur
Fjarðará innan úr dalnum og út á leiruna og er trébrú yfir. Hún
er æðistór og sést langt að.
Inn af firðinum er dalur nál. ú2 mfla að lengd. I honum er
einn bær, Fjarðarsel. Fjarðará rennur í bugðum eftir dalnum á
eyrum eða milli grasbakka. [Framhald síðar].
Þorsteinn Erlíngsson.
Ritsj á.
BÚNAÐARRIT. Utgefandi: Búnabarfélag íslands. 2. (15.) ár.
Rvík 1901.
Efnið í þessum árgangi er, sem hér segir:
1. »Sigurður Pétursson og byggingarannsóknirnar«, eftir Þórhall
Bjarnarson. Höf. minnist stuttlega á fyrstu hreyfingar ( húsahótamál-
inu, og hve dýrt vér höfum orðið að kaupa þá litlu reynslu, sem enn
er fengin í þvl máli; því næst getur hann tildraganna til þess, að Sig.
heitinn Pétursson var ráðinn til að taka að sér byggingarannsóknirnar,
og að lokum minnist hann í fám orðum æfiatriða hans, sérstaklega að
því er snertir byggingarannsóknirnar þennan stutta tíma, sem honum
entist aldur til að vinna að þeim. Þessi stutti kafli úr æfisögu Sig.
heitins sýnir ljóslega, hveiju ósérplægni og einlægur vilji geta komið til
leiðar, og hefir ekkert meiri vekjandi áhrif á hina uppvaxandi kynslóð,
en þannig löguð dæmi úr daglega lífinu. Þar að auki skýrir ritgerðin glögg-
lega frá, hvemig því fé, sem lagt var til rannsóknanna, hefir verið
varið. Ritgerðin hefir líka þann mikla kost, að hún er stutt og
gagnorð.
2. »Um sölu á smjöri til útlanda«, eftir Sigurl5 Sigurbsson. Pað
er allgagnorð ritgerð um skilyrðin fyrir ábatavænlegri sölu á smjöri
til útlanda. Höf. sýnir í fám orðum, hvernig ástandinu með smjör-
gerð og smjörsölu er varið í landinu nú sem stendur, hve smjörgerð-
inni er ábótavant og lítið útlit fyrir, að góður markaður fáist innanlands,
fyrst um sinn að minsta kosti. Hann tekur fram hinar helztu kröfur,