Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 40
'200
sem gerðar eru til smjörsins sem verzlunarvöru í stærri stíl, eða til út-
flutnings, og leiðir ljós rök að því, hve vel vér að mörgu leyti stönd-
um að vígi með að framleiða gott smjör, og hver séu aðalskilyrðin
fyrir því, að íslenzkt smjör geti komist í viðunanlegt verð á heims-
markaðinum. Hann gerir og grein fyrir því, hvernig heimsmarkaðin-
um er háttað, að því er smjörið snertir, og bendir á líklegustu aðferð-
ina til, að íslenzkt smjör geti átt þar athvarf; hann nefnir og hinar
helztu tilraunir, sem gerðar hafa verið á sfðustu árum með sölu á ís-
lenzku smjöri erlendis. Að lokum kemur höf. með nokkrar gagnlegar
athugasemdir um útbúnað og geymslu á smjöri, sem á að senda til
útlanda.
3. »Útrýming fjárkláðans f Noregi«, eftir Ole Myklestad, með
eftirmála eftir amtmann Pál Briem. f’etta er mjög skilmerki-
leg og ljós skýrsla um útrýming fjárkláðans í Noregi, og sést þar
greinilega, að kláðanum verður ekki útrýmt nema með töluverðum
kostnaði og góðum vilja allra hlutaðeigenda. Af skýrslunni sést, að út-
rýmingin í Noregi hefir staðið yfir í 30 ár, því fyrstu 10 árin tel ég
ekki; þau vóru að eins dýrkeyptur reynslutími, sem vér getum verið
alveg lausir við. Á ritgerðinni er mjög mikið að græða, og sérstak-
lega ættu þeir að lesa hana með athygli, sem álíta fjárkláðann ólækn-
andi, eða stafa af leyndardómsfullum orsökum, sem ekki verði ráðið
við. Aðalatriðin viðvíkjandi útrýming fjárkláðans verða í fám orðum:
1. það er hægt að útrýma honum með lækningum. 2. Útrýmingin
verður að (vera undir umsjón þess opinbera, og vera framkvæmd af
æfðum mönnum, sem eru starfinu vaxnir. 3. Fjáreigendurnir verða að
skilja nauðsyn útrýmingarinnar og styðja hana af fremsta megni. 4.
Innkaup baðlyfsins verða að vera undir umsjón þess opinbera, svo
vissa sé fyrir, að það sé nægilega sterkt og ósvikið.
4. »Um skóga«, eftir Einar Helgason. Þessi ritgerð er aðeins
örfáar blaðsíður, þar sem höf. lýsir skógarleifunum, sem eftir eru íj Árnes-
sýslu, og Hallormstaðaskógi, og gefur nokkrar bendingar, hvernig
helzt ætti að forðast eyðing þeirra. Það er annars skaði, að ekki
skuli vera til í einni heild stutt yfirlit yfir þær litlu skógarleifar, sem enn
eru eftir í landinu; það gæfi miklu gleggri hugmynd um ástand þeirra,
en að þurfa að tína það saman hér og þar.
5. »Ferð um Norðurland«, eftir Sigurb Sigurbsson. Höf. segir
ferðasögu sína frá Reykjavík norður í Eyjafjörð sumarið 1900. Aðal-
tilgangur ferðarinnar var, að kynnast jarðabótum í þeim héruðum á
Norðurlandi, sem leið hans lá um, og jafnframt at líta eftir, hvar til-
tækilegast væri að gera jarðabætur í stærri stíl. Miklar jarðabætur
getur höf. um hjá mjög mörgum, en hjá hverjum þær séu mestar eða
beztar, er vandséð. Af jarðabótafyrirtækjum í stærri stíl, sem hann
álítur framkvæmanlegar, er helzt að geta framræslu Vatnsflóðsins í
Vatnsdal, sem muni kosta 3—10,000 kr.; en landið, sem við það
muni koma upp og verða að engi eftir 5—10 ár, telur hann 200—-
250 engjadagsláttur. Höf. hefði getað verið nokkru fáorðari sum-
staðar, einkum um viðtökurnar á bæjunum, án þess efni ritgerðarinnar
hefði beðið nokkurn halla af.
6. sHúsagjörð úr innlendum tiglsteini«, eftir Björn Kristjánsson.