Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 42

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 42
202 upp í Búnaðarritið nema meiri háttar jarðabótaáætlanir, og þá, jafnframt og kostnaðurinn er tilfærður, að skýra frá, hve mikið land áætlað er, að jarðabótin muni bæta; en mest gildi hafa greinilegar skýrslur um verkið, þegar því er lokið. 14—17 eru um búnaðaðarþingin 1899 og 1901 og ýmislegt annað, er snertir Búnaðarfélag Islands. 18. »Skrá yfir helztu ritgerðir um búnað og atvinnumál i blöð- um og tímaritum*. Búnaðarritið ætti að flytja skýrslur um afurðir og fóðrun búpen- ingsins úr sem flestum sveitum landsins, t. d. mjólkurtöflur, sláturtöflur, fóðurtöflur, töflur, er sýni, hve mikið smjör eða ostur fáist úr tilteknu mjólkurmagni, um uppskeru úr görðum, afrakstur af túnum o. s. frv. Auðvitað yrðu þessar töflur, rúmsins vegna, að vera mjög takmarkáðar, en nokkrum blaðsíðum í hveiju hefti mundi vera vel varið á þennan hátt. Útgefandinn ætti að gangast fyrir því, að útvega töflurnar, ef þær fást ekki á annan hátt; en umfram alt verða þær að vera áreið- anlegar. Búnaðarritið ætti einnig að flytja stutt yfirlit yfir helztu bún- aðarfréttir nábúaþjóðanna; það þyrfti ekki að vera mjög langt, til að gefa mönnum þó ofurlitla bugmynd um ástandið hjá nágrönnum vorum. Stefdn Kristjánsson. FRUMATRIÐI JARÐRÆKTARFRÆÐINNAR handa bændum og búmannaefnum, eftir Sigurö Þórólfsson. Rvík. 1901. Rit þetta, sem er ekki nema 140 blaðsíður í litlu 8 blaða broti, ræðir um jurtirnar, jarðveginn, framræslu, vatnsveitingar, áburð og tún- rækt, og má því geta nærri, að einhverstaðar sé fljótt yfir sögu farið. 1 formálanum getur höf. þess, að hann hafi kostað kapps um, að bókin yrði sem styzt, án þess þó að sleppa úr þýðingarmiklum atriðum. Það er lengi hægt að þrátta um, hvað séu þýðingarmikil atriði eða ekki, en mér virðist, að höf. hafi altof víða sneitt hjá, að styðja með rökum þær skoðanir eða ályktanir, sem hann setur fram, enda þótt röksemdaleiðsla í svona löguðu ágripi hljóti að vera takmörkuð. Sum- staðar hefir höf. ekki tekist að framsetja efnið eins greinilega og æski- legt hefði verið, t. d. á bls. 6, þar sem hann talar um sellu- eða frumlumyndunina og segir, að þær »detti í tvent«, og litlu neðar á sömu bls., þar sem hann talar um blaðgrænukorn í þeim frumlum, sem mynda yfirhúð jurtanna. Sama má segja um æxlun bakteríanna á bls. 39, þar sem hann segir, að þær »snúist í sundur í tvent« o. s. frv. Á bls. 11 3—115 er altof ógreinilega og jafnvel villandi talað um blöndun öskunnar í áburðinn. Aska og önnur kalkauðug efni, sem blönduð eru í áburðinn, leysa efnin sundur, en binda einungis sum þeirra; en önnur (t. d. ammoniak) íjúka burt, svo framarlega sem ekki séu enn önnur efni í áburðinum, svo sem mold, er bindi þau. Þannig mætti benda á mörg fleiri dæmi, þar sem efnið verður óskýrt og getur jafnvel valdið misskilningi. Á nokkrum stöðum tilfærir höf. atriði, sem eru getgátur, en styðj- ast þó við miklar líkur; þannig fullyrðir hann á bls. 13, að jurtaræturnar gefi frá sér »kemiske fermenter«, sem hjálpi til að uppleysa efnasam- böndin í jarðveginum; og á bls. 17 segir hann hiklaust, að það sé

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.