Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 44
204 KIRKJUf’ING Á GIMLI igoi. í bæklingi þessum, sem er 38 bls. að stærð, eru tíðindi frá 17. ársþingi hins evangelisk-lútherska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, og er það í fyrsta sinn, sem tíð- indin frá kirkjuþingi þeirra birtast sem sérstök bók. Þar er nákvæm skýrsla um gjörðir þingsins og framkvæmdir félagsins næstliðið ár, um hag safnaðanna, skólasjóðinn og skólamálið og margt fleira. ALÞlNGISRlMUR (1899— 1901). Valdimar Asmundsson gaf út. Rvík 1902. Rímnaöldin má nú heita undir lok liðin og er það lítt að harma, jafnbágborinn og rímnakveðskapurinn var yfirleitt. Og þó ber því ekki að neita, að rímurnar höfðu eigi alllitla þýðingu fyrir tungu vora og þjóðlíf. Þær varðveittu bæði skilning alþýðunnar á skáldamálinu forna og kenningum þess og margar aðrar fornaldarmenjar, sem ann- ars hefðu glatast og gleymst. Hins vegar urðu þær til að stytta mörg- um stundir og fjörga fólkið á hinum löngu og daufu vetrarkvöldum, enda mun margt af eldra fólkinu, sem enn lifir, sakna þeirra sárt. Það er og sannast að segja, að ágæt skemtun getur verið að vel kveðnum rímum, ef hvorttveggja er í góðu lagi: valið á efninu og kveðandin. Og að því er Alþingisrímumar snertir, þá hafa þær báða þessa kosti. Efnið er gripið út úr nútíðarlífi þjóðarinnar, sagt frá því, sem höf. hefir fundist sögulegast og hentugast yrkisefni á tveim síðustu þingum og í kosningabaráttunni milli þeirra, og það svo fært í ágætan rímnabúning, sem hefir alla kosti hinna eldri rímna, en er laus við flesta galla þeirra. Rímnastílnum gamla er ágætlega haldið, fjörugum og dýrum háttum, bardagamálinu og þó nokkru af kenningum. En hins vegar eru þessar rímur lausar við þær smekkleysur, bögumæli og myrkt Edduhnoð, sem altof oft óprýddu hinar eldri rímur. Þá hafa þessar rímur einn kost fram yfir allar aðrar rímur, og það er, að í þeim er krökt af fyndnisglósum og gamanyrðum, sem hljóta að koma lesend- unum til að skellihlæja. Og þetta er ekki lítils virði í öllum þeim drunga, sem oftast ríkir í bókmentunum okkar íslenzku. Sumt í þjóð- sögunum okkar og eins margt af því, sem Benidikt Gröndal hefir ritað, sýnir, að nóg er til af fyndni hjá þjóðinni; en það ber altof lítið á henni í hinum nýrri ritum vorum. Yér efumst því ekki um, að Al- þingisrímunum verði tekið tveim höndum af allri alþýðu, þó fyndn- inni sé sumstaðar svo varið, að sérstakan kunnugleika þurfi til að geta notið hennar, t. d. í þessari vísu um alþingishúsið: Út við grænan Austurvöll, stendur væn og vegleg höll, sem angar lengi' á vorin, vonin mænir þangað öll. Þeir, sem ekki þekkja ólyktina, sem lagði af áburðinum á Austurvelli á vorin, meðan borið var á hann og hann hafður til grasnytja, geta ekki skilið, hve meinfyndin þessi vísa í rauninni er. Þá er það ekki síður laglega upp fundið, þegar Benidikt sálugi Sveinsson er látinn snúast í pólitíkinni undir eins eftir andlátið, birtast dr. Valtý sem vofa og mæla við hann á þessa leið:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.