Eimreiðin - 01.09.1902, Side 48
2o8
Fáir kappar Forna mættu
á fundi þenna dag;
heyja sinna gildir gættu
garpar sér í hag.
Doktor Forna féllust hendur
fyrir sólar-brá;
hann varð þá að steini’ og stendur
stór við Kötlugjá.
En vér verðum að láta hér staðar numið með tilvitnanir og vísa
í rímurnar sjálfar, og munu menn þá skjótt finna margt, sem ekki er
minna bragð að en því, sem hér hefir verið tilfært. Er ekki laust við,
að þær séu sumstaðar nokkuð nærgöngular við einstök nöfn og per-
sónur, þó það sé alt græskulaust gaman og gert til að vekja hlátur.
En af þess konar vísum er hér ekkert tilfært. Rímurnar enda svo:
Allir mæna’ á Albertí,
Ás hins nýja siðar;
ætla’ að renni’ upp öldin ný,
öldin ljóss og friðar.
Allir höndum taka tveim
tfð, er stríð er þrotið;
en sumum hætta þrætum þeim
þykir súrt í brotið.
Kom þú svo með Fróða-frið,
fögur tímans stjarna;
skín þú broshýr vöggu við
vorra ungu barna.
Sé ég þú í skýjum skín,
skærust undir daginn. —
f>á er harpan þögnuð mín,
þakkið þið, stúlkur, braginn.
Rímurnar kosta ekki nema 85 au. óinnbundnar, en 1 kr. bundnar,
og munu menn trauðla geta aflað sér betri skemtunar, en þær hafa að
bjóða, fyrir jafnlítið verð. V. G.
ALDAMÓT XI. Winnipeg 1902. Þessi árg. Aldamóta, sem er
fyrir árið 1901, byrjar með »Aldaróð«, kvæði eftir síra Valdimar
Briem, þar sem hann minnist hinna helstu framfara 19. aldarinnar bæði
í hinum mentaða heimi yfirleitt, en þó sérstaklega að því er ísland
snertir. Kvæðið er mjög snoturt og vel kveðið, en vantár þær eld-
ingar, er slái niður í brjóst manna og gagntaki og hrífi hugann. Þá
kemur fyrirlestur eftir síra Jón Bjarnason'. ♦f’rándur í Götu«, sem byijar
með lýsing á Færeyjum og útdrætti úr Færeyingasögu, en ein af höfuð-
persónunum í henni var, eins og kunnugt er, Þrándur gamli, blendinn og
slægvitur karl, sem fanst hverjum eiga að vera heimilt að hafa sína
»kreddu« fyrir sig. En þetta er aðeins texti, sem höf. hefir valið sér
til að leggja út af. Annars er aðalritgerðin um þá sundrungamáttúru
og sérkreddutilhneiging, sem komi svo hraparlega fram í öllu þjóðlífi
íslendinga og verði þar »Þrándur í Götu« fyrir sönnum framförum cg
þjóðþrifum. f’etta komi fram í bókmentunum, stjórnmálum, kirkjumál-
um o. fl. og verði hvervetna til hins mesta hnekkis. Meðal annars fær
blaðið vf’jóðólfur* þar svo látandi vitnisburð: xÞað er á undan öllu
öðru og öllum öðrum Þrándur í Götu, aðalþröskuldurinn á vegi ís-
lenzkra þjóðlífsframfara..........Hann er það, sem beitir allri orku til
þess, að deyða sérhverja ræktartilfinning hjá oss til íslands. En hann er
það og, sem að öðru leyti hefir ritað á stjórnmálamerki sitt þá ömur-
legustu trúarjátning, er til getur verið, — helbera neitan allra framfaratil-
rauna landi og lýð til viðreisnar, — það að vilja ekkert og gjöra ekk-