Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 51

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 51
2 11 ánum þar. Hann vill tryggja laxveiðina betur með því að koma á samveiði (félagsveiði), takmarka ádráttarveiði, útrýma selnum, friða smá- laxinn o. s. frv. Þriðji kaflinn er um »selveiði«. Við Norðurland er allmikið af sel. Það er einkum vlandselurinn, er telja má eiga þar heima«. »Hvergi er meira af landsel norðanlands en við sandana fyrir botni Húna- fjarðar og við Vatnsnesið. Þar má heita krökt af honum«. Höf. sýnir ljóslega fram á, »að ekki þyrfti laxveiðin og silungsveiðin að aukast mikið til þess, að bæta um selveiðina á þessum stöðum, ef sel yrði útrýmt.« Fjórði kaflinn er um »fiskiveiðar í sjó«. Fyrst lýsir höf. »vanaleg- um fiskiveiðum (þorsk- og ýsuveiðum)« á Norðurlandi. Það er mjög glögg og fróðleg frásögn. Á síðasta þriðjungi 19. aldarinnar hafa orðið miklar breytingar á »vanalegum fiskiveiðum« norðanlands. »Um 1870 fóru menn að verká fisk til útflutnings og það hafði í för með sér, að menn tóku að leggja meira kapp á fiskiveiðar en áður og ýmsar um- bætur á veiðiaðferðum og veiðarfærum«. Breytingar þessar eru mikil framför frá því, sem áður var. Menn hafa alstaðar tekið upp Iangar lóðir, svo afli hefir orðið miklu fljótteknari en áður. Auk þess hafa menn alment farið að hafa síld til beitu. í sambandi við þetta minn- ist höf. á frystihús, saltfisksverkun og þilskipaveiðar á Norðurlandi. Því næst lýsir höf. »hákarlaveiðum«. Þær »hafa verið stundaðar á Norðurlandi frá ómunatíð, og með meira kappi en víðast annarstaðar á landinu, en þó hefir dregið úr þeim á síðari árum, eftir að lýsið féll í verði og aðrar fiskiveiðar ukust.« Seinast í þessum kafla ritar höf. um »síld og síldarveiðar«. Hann segir, að síld sé »oft eflaust mjög mikil úti fyrir Norðurlandinu og gangi meira eða minna inn í alla firðina, en þó sjálfsagt mest í Eyjafjörð«. Eigi er höf. á því, »að hvalir séu nauðsynlegir fyrir síldarveiðar eða aðrar fiskiveiðar inni á fjörðum«. Sakir þess er hann ekki meðmæltur því að friða hvalina. Að síðustu er skýrsla um reknetaveiðar. Þessi ritgerð er mjög greinileg og fróðleg. Veiðimenn bæði í sveit- um og við sjó ættu að veita henni athygli. H. P. VARABÁLKUR kveðinn af Sigurði Gubmundssyni. Onnur prentun. Akureyri 1900. Höfundur ljóðmæla þessara, Sigurður Guðmundsson (1795 —1869), var bóndi á Heiði í Gönguskörðum. Hann var gáfumaður mikill og góður hagyrðingur. Eftir hann liggur allstórt sálmasafn, Varabálkur og nokkur ljóðabréf. 1872 var Varabálkur prentaður í fyrsta sinni. Honum var »tekið tveim höndum af almenningi og seldist upp á skömmum tíma«. Stefán Stefánsson (eldri) á Möðruvöllum, tengda- sonur höfundarins, hefir nú látið prenta Varabálk í annað sinn. Og er það vel farið. Höfundurinn orti Varabálk 1866: »Átján hundruð sextíu’ og sex samanbundinn var hann.« Hann var þá orðinn gamall maður og þrotinn að heilsu: 14*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.