Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 52

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 52
212 »Gamall smali, kominn í kör, kvæðið alið hefur.« Varabálkur er »sundurlausar varúðarreglur og heilræði andlegs og veraldlegs efnis.« Þeim virðist eigi vera raðað eftir neinni röð eða reglu. »Sama efnið kemur hér fyrir á fleirum en einum stað.« Hann er safn af sundurlausum heilræðum, sem kristinn, gamall maður gefur æskulýðnum. »Orða gáðu aldraðs manns, ef hans náð fær hylli; oft eru ráðin ágæt hans, auka dáð og snilli.« Auk þess eru á víð og dreif í Varabálki búnaðarheilræði o. s. frv. »Yrktu jörð og hýstu hjörð, hafðu svörð að brandi, hlyntu’ að görðum, hladdu’ í skörð, haltu vörð á landi.« Vísur þær, er hér fara á eftir, eru sýnishorn vísnanna í Varabálki. Um opinberunina er meðal annarra þessi vísa: »Dýpstu græðir sálar sár, svalar, fræðir, gleður, tíð um bæði’ og eilíf ár æðstu gæðum seður.« Um hússtéttina kveður höfundurinn t. d. þessa vísu: »Hún með réttu heita má hinna stétta móðir; henni mettast allir á upp þar spretta sjóðir.« Um ættjarðarástina eru nokkrar vísur. Ein þeirra er þannig: »Hveiju landi heilnæm er, hveiju standi hlýðir; hvers, er vandað hjarta ber, hug og anda prýðir.« Almenns efnis eru t. d. þessar vísur: »Hafðu mest í hug þér fest, að hitta bezta veginn; aga lesti, laga brest; lát þú frestað eigi.« »Jafnan þetta hugfast haf: — hrein þér settu merkin — kærleiks réttum rótum af ráð þín spretti’ og verkin.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.