Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 56
216 þagði eitt augnablik, eins og hann væri sorgbitinn að íhuga óþef og heimsku Smiley’s. «Hörmulegt veður, er það ekki rétt?«, bætti hann við og var nú kominn alveg í sama skap og félagar hans. »E>að er svei mér erfitt fyrir lagsmennina. Menn fá ekki mikla peninga þetta árið. Og á morgun er jóladagur.« E’að kom hreyfing á hópinn, þegar hann nefndi jóladaginn. En það var eigi augljóst, hvort hreyfingin kom af ánægju eða óbeit. »Já,« hélt Gamli áfram í sorgarrómi þeim, sem hann ósjálfrátt hafði tekið sér síðustu mínúturnar, »já, jóladagur á morgun og aðfangadagskvöld í kvöld. Pið sjáið, félagar, ég hélt, — það er að segja, mér datt í hug, þegar ég af hendingu fór hérna um — að þið ef til vill vilduð koma allir heim til mín í kvöld og fá ofurlítið tár. En nú viljið þið það líklega ekki? Ykkur langar ef til vill ekki til þess?«, bætti hann ísmeygilega við og horfði framan í félaga sína. »Jú, ég veit ekki,« svaraði Tom Flynn fremur glaðlega, »ef til vill vildum við það. En konan þín, Gamli? — Hvað segirhún um það?« Eað kom hik á Gamla. Hann hafði eigi verið heppinn í hjónabandinu. I’aö vissu allir í Simpson’s Bar. Fyrri konan hans, sem var lítil vexti, snotur og grannvaxin, hafði í leyni orðið að þola sáran grun og afbrýði manns síns, þangað til hann »einn góðan veðurdag« bauð öllum félögum sínum heim til sín til þess að afhjúpa ótrygð hennar. Við komu þeirra var siðláta, litla konan í ró og friði að leysa af hendi búsýsluskyldur sínar. Sakir þess urðu þeir frá að hverfa með sneypu og kinnroða. En þessi næmgeðja kona átti erfitt með að ná sér aftur eftir áfellið, sem hún fékk við þessa afarhrottalegu aðferð mannsins. Með mestu naumindum náði hún aftur stillingu sinni, svo hún gat hleypt elskhuga sínum út úr skápnum, er hún hafði leynt honum í, og komist burt með honum. Manninum til huggunar skildi hún eftir son þeirra 3 ára gamlan. Konan, sem Gamli nú átti, hafði verið eldastúlka hans. Hún var þrekvaxinn, trygg og ávalt sóknbúin. Áður en hann gat svarað, lét Joe Dimmick hastur í máli þá skoðun í ljós, að Gamli ætti sjálfur húsið. Hann ákallaði öll himn- esk völd og kvaðst, ef hann væri í sporum félaga síns, mundi bjóða þeim heim, er honum sýndist, þótt hann setti eilífa velferð sína í hættu. Hann mundi ekki láta undan síga, bætti hann við, þótt öll ill völd berðust gegn honum. Tetta lét hann alt í ljós
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.