Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 58
218
vann í, þegar hann yfirleitt vann. Hér nam hópurinn staðar eitt
augnablik af nærgætni við húsráðanda, sem kom másandi á eftir.
»Ef til vill er það bezt, að þið bíðið eitt augnablik hér úti
fyrir, meðan ég geng inn og sé, hvort alt er í röð og reglu,«
sagði Gamli, eins og ekkert væri um að vera, þótt honum væri
ekki rótt í hug. Tillögu þessari var tekið vel. Húsráðandi gekk
inn, og dyrunum var lokað á eftir honum. Gestirnir hölluðu bök-
um að veggnum, hnipruðu sig saman í hlé við kofann, biðu og
hleruðu.
Nokkur augnablik heyrðist eigi til annars en vatnsins, sem
draup niður af þakbrúninni, og trjágreinanna, sem brökuðu yfir
höfðum þeirra. Gestirnir urðu brátt órólegir. Getgátur og grun-
samar ágizkanir bárust í hljóðskrafi frá manni til manns. »Hún
hefir líklega slegið gat á hausinn á honum í fyrsta höggi.« »Hún
hefir gint hann inn í jarðgöngin ok líklega lokað hann inni þar.«
»Hún hefir kastað honum á gólfið og situr ofan á honum.« »Hún
er líklega að sjóða eitthvaö til þess að hella ofan á okkur. Farið
frá dyrunum félagar!« I sama augnabliki var lokan hreyfð,
dyrnar opnuðust hægt og rödd ein sagði: »Komið inn úr rign-
ingunni.«
Röddin var hvorki rödd Gamla né konu hans, heldur rödd
lítils drengs. Óeðlileg hæsi, sem aðeins ungir, kappmálir flækingar
fá, hafði spilt barnslegri hljómfegurð hennar. Andlit lítils drengs
sneri að þeim —• andlit, sem hefði verið fallegt og jafnvel göfug-
mannlegt, ef eigin þekking ills hefði eigi gert það skuggalegt og
óhreinindi og ill meðferð hefðu eigi sett merki sín á það. Hann
hafði ábreiðu á herðunum og var auðséð, að hann var nýstaðinn
upp úr rúminu. »Komið inn,« sagði hann aftur, »og tarið hljóð-
lega. Gamli er að tala við kerlinguna,« hélt hann áfram og benti
á hliðarherbergi, sem virtist vera eldhús. Paðan heyrðist rödd
Gamla, sem talaði í bænarrómi. »Sleptu mér,« sagði drengurinn
enn fremur önuglega við Dick Bullen, sem hafði lyft honum upp
með ábreiöunni og lézt ætla að kasta öllu saman í eldinn, »sleptu
mér, b..........gamli asninn þinn, heyrirðu þaðf«
Pegar Dick Bullen var ávarpaður á þenna hátt, þá setti hann
Johnny niður á gólfið og dró niður í sér hláturinn. Á meðan
gengu hinir hljóðlega inn og tóku sér sæti við langt, óheflað fjala-
borð í miðju herberginu. Johnny gekk drembilega að litlum mat-
skáp, tók þaðan ýmsa muni og raðaði þeim á borðið. »Hér