Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 59
219
er brennivín — Ok keks — Og reykt síld — Og ostur.« — Á
leiSinni tjl borðsins beit hann í ostinn. »Og sykur.« Um leið tók
hann með litlu og afaróhreinu hendinni munnfylli sína og stakk
upp í sig. »Og tóbak. Einnig eru þurkuð epli uppi á hillunni, en
ég kæri mig ekki um þau. Epli bólgna. Takið til matar,« lauk
hann máli sínu, »og verið óhræddir. Eg hirði ekkert um kerl-
inguna. Hún kemur mér ekkert við. Góða nótt.«
Um leið hafði hann gengið inn í dyrnar á litlu, afþiljuðu her-
bergi, sem varla var stærra en skápur. I herbergi þessu, sem
var hálfmyrkt, var lítil rekkja. Drengurinn stóð eitt augnablik á
þröskuldinum, horfði á samkvæmið og kinkaði kolli, en berir fæt-
urnir gægðust fram undan ábreiðunni.
»Heyrðu, Johnny! Ertu að fara aftur í rúmið?«, spurði Dick.
»Já, ég er að því,« svaraði Johnny skorinort.
»Hvað gengur að, félagi ?«
»Eg er sjúkur.«
»Hvernig þá — sjúkur?«
»Eg hefi hitasótt — Og kláða — Og gikt,« svaraði Johnny
og hvarf inn í herbergið. Eftir ofurlitla þögn bætti hann við inni
í myrkrinu, þegar hann virtist hafa breitt rúmfötin ofan á sig —
»Og ógleði.«
það varð vandræðaleg þögn. Gestirnir horfðu hver á annan
og 1 eldinn. Jafnvel þótt ljúffengur matur væri fyrir framan þá,
virtust þeir ætla að verða gripnir af sama hugarvíli og í Thomp-
son’s-búð. En þá heyrðist frá eldhúsinu rödd Gamla, sem var
svo ógætinn að tala hátt. í afsökunar- og bænarrómi sagði
hann:
»Vissulega! Pað er rétt. Auðvitað eru þeir það. Heill óald-
arflokkur af lötum drykkjurútum og iðjuleysingjum, og Dick Bullen
er verstur þeirra allra. Peir skömmuðust sín ekki fyrir að koma
hingað, þótt við höfum veikindi í húsinu og ekkert að éta. I'etta
er það, sem ég sagði : »Bullen«, segi ég, »þúhlýtur at vera blind-
fullur eða asni,« segi ég, »að hugsa til þessa og annars eins.«
»Staples«, segi ég, »er það nokkru líkt að koma og hleypa öllu í
uppnám í húsi mínu, þegar það er fult af sjúklingum? En þeir
vildu koma, — þeir vildu það. En þetta er það, sem búast má
við af óþokkahyski því, sem ranglar iðjulaust um hér í Simp-
son’s Bar.«
»Gestirnir ráku upp skellíhlátur við orð þessi. Eg veit ekki,