Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 64

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 64
224 Félagar hans biðu eftir honum við vaðið. Tveir þeirra streitt- ust í myrkrinu við einhverja kynlega, stóra skepnu. En eftir því sem Dick færðist nær, breyttist hún í stórt, leirljóst hross. Pað var hryssan. Hún var ekki mjög falleg. Hún hafði »rómverskt nef«, háar mjaðmarhnútur og söðulbakaðan hrygg, sem nú var hulinn lélegum reiðtýgjum. Fætur hennar vóru bein- vaxnir, digrir og beinamiklir. Ekkert var fallegt við hana, hvar sem á var litið. Augu hennar vóru hálfblind, hvít að lit og mjög illhryssingsleg; neðri vörið lafði og litur hennar svo ljótur. I öllu tilliti var hún ljót, þrjóskuleg og hrelíkjaleg. »Nú, nú,« sagði Staples, »farið þið, félagar, burt frá afturfótum hennar, og þú skalt stökkva á bak, Dick. Gáðu að því, að grípa undir eins í faxið og komast fljótt í hitt ístaðið. Tilbúinn!« Bardagi hófst milli hryssunnar og mannsins, en félagar hans flýðu í allar áttir. Hún stökk upp í loftið, prjónaði, stökk áfram og jós. Með öllum brögðum reyndi hún að kasta manninum af sér. En hann sat fast og neytti vel sporanna. Síðan þaut hún áfram, og rödd Dick’s heyrðist utan úr myrkrinu: »Alt gengur vel!« »Farðu eigi neðri veginn heimleiðis, nema ef þú neyðist til þess sakir tímaleysis! Haltu eigi við hana ofan í móti. Við skulum vera við vaðið klukkan 5. Vertu sælll Heyrðu! Farðu!« Busl, neistar frá vegbrúninni og hófaglamur í grjótinu. Dick var horfinn. * Syng þú, sönggyðja, um reið Dick Bullen’s! Syng þú, söng- gyðja, um drengilega riddara, háleita sendiför, hugdjarfa dáð, bar- daga óbreytta sveinsins, ægilega reið og hryllilegar hættur hans, sem var blóminn í Simpson’s Bar! Ojæja! hún er vandfýsin, jtessi sönggyðja! Hún vill ekkert skifta sér af klunnalegri bikkju og hrottalegum, tötrugum riddara. En glaður fylgi ég honum á fæti í óbundnu máli. I’egar Dick kom til Rattlesnake Hill,1 var klukkan orðin eitt. Jovita hafði þá sýnt honum alla galla sína og ítrekað alla hrekki sína. I’risvar sinnum hafði hún hnotið. Tvisvar sinnum hafði hún lyft »rómverska nefinu* jafnhátt taumunum, virt beizlið og sporana að vettugi og ausið af öllum kröftum. Tvisvar sinnum fýð. 1 Skellinöðruhæð.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.