Eimreiðin - 01.09.1902, Side 65
225
haföi hún prjónað og dottið á hrygginn og Dick hlaupið ómeiddur
fimlega á bak henni, um leið og hún komst á hrekkjóttu lapp-
irnar. Dick átti nú eftir eina mílu til Rattlesnake Creek, sem rann
fyrir neðan háa brekku. Hann vissi, að nú varð að skríða til
skarar. Hér varð hann að sýna, að hann var fær um að reka
erindi sitt. Hann beit á jaxlinn, þrýsti hnjánum fast að síðum
hryssunnar og breytti bardagavörn sinni í ákafa sókn. Hrædd og
óð hljóp Jovita ofan brekkuna. Richard var slægur: Hann lézt
halda í við hana og vilja stöðva hana með mikilfengum ávítunum,
særingum og köllum, eins og hætta væri á ferðum. Pess þarf
varla að geta, að Jovita fældist þá undir eins. Eg þarf og ekki
að skýra frá því, hve fljót hún var ofan brekkuna. Eað er ritað
í annálunum í Simpson’s Bar. Eað nægir að geta þess, að hryssan
að vörmu spori — svo virtist Dick að minsta kosti — buslaði í
vatninu, sem flóði yfir bakka Rattlesnake Creek’s. Eins og Dick
bjóst við, hljóp hryssan svo hart, að hún gat alls eigi stöðvað sig.
Hann greip þá vel í taumana og hleypti henni á fleygiferð út í fluga-
strauminn. Jovita sló með fótunum, óð og synti nokkrar mínútur.
Komust þau Dick yfir á bakkann hinumegin, og dró hann nú
andann létt.
Vegurinn frá Rattlesnake Creek til Red Mountain1 var all-
sléttur. Annaðhvort hafði baðið í læknum sefað afsafjör hryss-
unnar eða bragðið, sem rak hana út í vatnið, hafði sannfært hana
um, að sá, sem sat á baki hennar, var enn þá hrekkjóttari en
hún. Sakir þessa reyndi hún eigi framar að eyða kröftum sínum
í gáskafulla dutlunga. Einu sinni reyndi hún reyndar að kasta
manninum af sér, en það gerði hún að eins af gömlum vana.
Einu sinni varð hún og hrædd, en orsökin var nýbygt og ný-
pentað bænbús, sem lá við krossgötur. Aftur undan hófum hennar
flugu lægðir, gil, malarhólar og litlar grassléttur. Af henni tók
að leggja óviðfeldinn þef, og einu sinni eða tvisvar fékk hún dá-
litla hóstahviðu. En hvorki dró úr kröftum hennar né flýti.
Klukkan tvö var Dick kominn framhjá Red Mountain og hóf nú
reið sína niður á sléttlendið. Tíu mínutum síðar náði »maður á leir-
ljósu hrossi« ökumanninum, sem ók landnema-póstferðavagninum
fljóta, og komst framhjá honum. — Atburður þessi var í sjálfu
sér svo markverður, að hans hlaut að verða getið. Klukkan hálf-
kyð.
Rauðafjall.
15