Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 67

Eimreiðin - 01.09.1902, Qupperneq 67
227 Það var eigi góður undirbúningur, því fyrir framan hana lá fimm mílna löng brekka. En Jovita neytti fótanna, reif sig áfram með blinda, afsalega æðinu sínu, og komst eftir hálfa klukkustund að löngu sléttunni, er náði til Rattlesnake Creek. Á hálfum klukkutíma gat Dick komist þaðan til lækjarins. Hann lét taumana liggja lausa um háls hryssunnar, hvatti hana með orðum og tók að syngja. Alt í einu varð Jovita hrædd og stökk til hliðar svo hart, að aðeins jafnágætur reiðmaður, eins og Dick var, gat setið á baki. Vofa, sem hafði hlaupið fran^ undan brekkunni, hékk í.taumunum. I sama vetfangi glitti í ríðandi mann á veginum fyrir framan Dick. »Réttu upp hendurnar,*1 skipaði sá, er síðar kom í ljós, og blót- aði um leið. Dick fann, að hryssan skalf og nötraði undir honum og virt- ist ætla að hníga niður. Hann skildi, hvað þetta vissi á, og var viðbúinn. »Farðu burt, Jack Simpson, ég þekki þig b....................... þjófinn. Láttu mig komast framhjá eða« . . . Hann lauk ekki við setninguna. Jovita reisti sig á afíurfótun- um og tók undir sig ægilegt stökk, um leið og hún með illhryss- ingslega hausnum kastaði manninum, sem hélt í beizlið, til hliðar. Síðan réðst hún með voðalegri ilsku á farartálma þann, sem var á veginum fyrir framan hana. Pað heyrðist blótsyrði og skam- byssuskot; ræninginn og hestur hans ultu til jarðar. Næsta augnablik var Jovita komin 50 faðma burt. En hægri handleggur Dick’s var brotinn af kúlu og hékk máttlaus niður með síðunni. Hann greip taumana með vinstri hendi án þess að hægja á ferðinni. En nokkrum mínutum síðar varð hann að nema staðar til þess að herða á reiðgjörðinni, sem hafði losnað við áhlaupið. Honum gekk seint að herða á gjörðinni, með því að hægri hand- leggurinn var brotinn. Eigi var hann hræddur um, að honum yrði eftirför veitt. En um leið og hann leit upp, tók hann eftir því, að stjörnurnar á austurloftinu vóru þegar farnar að blikna og fjar- lægu fjalltindarnir, sem höfðu verið hvítir eins og vofur, risu nú svartleitir mót ljósum himni. Dagurinn hafði næstum elt hann uppi. Ein einasta hugsun fylti huga hans. Hann gleymdi sárs- aukanum í handleggnum, hljóp á bak hryssunni og hleypti í átt- ina til Rattlesnake Creek. En Jovita fór nú aö draga andann 1 -* 3 Pýð. »Að rétta upp hendurnar« — að gefast upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.