Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 70

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 70
230 rita&i hann í vikublöðin »The Golden Era« og »The Californian«. Sakir þess kannast nú hinn mentaði heimur við nöfn þessara blaða. Um þessar mundir festi hann ráð sitt og gaf sig síðan allan við ritstörfum. Árið 1864 var hann gerður að ritara við peningasmiðju Banda- ríkjanna í San Francisco. Embætti þetta hafði hann á hendi í 6 ár. Á þeim árum lét hann prenta í ýmsum blöðum kvæði og stuttar sögulýsingan 1868 tók hann að sér tímaritið: »The Overland Monthly«. I því vóru prentaðar allmargar skáldsögur eftir hann. Eær öfluðu tímaritinu mikillar útbreiðslu og gerðu Bret Harte víð- frægan rithöfund. Hann var gerður að kennara í bókmentum vorra tíma við háskólann í San Francisco. Árið 1871 flutti Bret Harte sig aftur austur til ætthaganna og settist að í austurríkjunum. Hann ritaði þá eingöngu í tímritið: »The Atlantic Monthly« í Boston og fékk 10,000 dollara í ritlaun um árið. 1877—1880 var hann konsúll Bandaríkjanna í Crefeld á Eýzka- landi og 1880—1885 í Glasgow á Skotlandi. Paðan flutti hann sig til London 1885, og þar dó hann 1902. Enska söguskáldið mikla, Dickens, hafði í fyrstu allmikil áhrif á hann. En brátt náði Bret Harte algerðu, skáldlegu sjálfstæði. Sakir þess verður hann alls eigi talinn lærisveinn heldur jafnbor- inn skáldbróðir Dickens. Bret Harte hefir ort ágæt kvæði. En víðfrægastur er hann orðinn fyrir skáldsögur sínar. Pær eru flestar um gullnema í Kalí- forníu. Hann lýsir þeim, siðum þeirra og lífernisháttum með frá- bærri snild. Hann er skáki gullnemanna og landnemanna framar öllum öðrum rithöfundum. I því efni á hann alls engan jafningja. Pýðing þessi, sem er gerð í flýti, er alls eigi orðrétt. Engu að síður er hún allmiklu nákvæmari en danska þýðingin eftir Robert Watt. Pýð. Kvæði um ísland.1 Eftir Holger Drachmann. í öllum löndum og álfum er etið sama borð; vér lifum á bókum og blaðri, og brauðið er merglaust orð. 1 í Eimreiðinni VII. bls. 157 var sú ósk látin í ljós, að þýtt yrði á íslenzku ágætt kvæði um ísland, sem er framan við skáldleikinn: »Hallfreður vandræða-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.