Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 71
231 Og kringum oss gnæfa kirkjur, og krær og bankar og þing og auðlegð og ógnar kynstur af örbirgð og svívirðing. Vér svitnum og sýtum og dæsum ef svíkur oss gróðinn hreinn, vér hömumst í heljarstriti, en hvers vegna? Pað veit ei neinn. Og flestir vér syngjum ið sama: »þú suðandi masldnu-baks, ef alt á að enda með skelfing, því endar það þá ekki strax?« Svo greiðið þá seglin, sveinar! nú set ég út miðjan fjörð, því flatari, flatari gerist nú foldin vor gamla jörð. Upp voðir, og vindið á húna, ég völinn tek sjálfur í hönd, og látum svo gamminn geysa, ég gista vil Islands strönd. Par situr hún gamla Saga og syngur um fornan þrótt, þar lýsir in logandi Hekla svo ljómar in þrúðuga nótt. Við eld sinn í öndvegi situr alein in göfga snót, um hvarmana gneistar glitra sem gnesti við hjálma spjót. Sjáirðu djarflega 'í setið er sjón hennar hvöss og stygg, þá finst þér hann Geysir gjósi í gegnum þinn lamaða hrygg. skáld« eftir Holger Drachmann. Skáldið Matthias Jochumsson hefir nú þýttkvæðið, og er það prentað í »hjóð(31fi«. Eimreiðin teiur sér skylt, at flytja lesendum sínum kvæðið í þessari þýðingu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.