Eimreiðin - 01.09.1902, Page 72
232
Ef bregður hún hörðum höndum
þá hýrnar á arni glóð,
og höllin dunar af hergný
og hamrömum guðamóð.
Á hjarni til húss er gengið
á hvítu sjást blóðug spor,
þar marrar í harðri heiðni
og hlunkar ið grimmasta þor.
Par ýrir úr drífunni dreyri,
og djúpunum rísa frá
þær kempur, sem gátu kappa,
og konur, sem ólu þá.
Par vörðust þeir Vanir og Æsir
og vildu’ ei ganga úr kór;
hver svanni var Sjöfn eða Freyja,
hver sjafni var Freyr eða Pór.
Par skiftist á högg og hending
og hlátur þraut og neyð,
þar hata menn, þegar þeir hata,
og halda trygðir að deyð.
Far greru þær gömlu frægðir,
sem geymt hefir norrænt kyn:
að fella með rögg sinn fjandmann,
og faðma með trygð sinn vin.
Pví komum, oss kallar saga,
og kveikjum inn forna þrótt
þar hverinn hvæsir um daga
og Hekla logar um nótt!
Matth. Jochumsson
þýddi.