Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 74

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 74
234 Viljirðu’ upp til andans hnjúka ekki er nóg að fægja skinnið, þú þarft líka’ að láta rjúka löðurstorm í gegnum sinnið. Gufmiundur Magnússon. íslenzk hringsjá. DIE ENTDECKUNGEN DER NORMANNEN IN AMERIKA heitir bók, sem kristmúnkur einn yos. Fischer hefir samið og látið prenta 1902 (pr. í Freiburg í Breisgau. Herders bókaverslun). Það er bók um landafundi íslendinga, einkum að því er snertir Ameríku þ. e. Vínland, Helluland o. s. frv. Bókinni er skift í þessa kafla: Elztu sagnir um fund Ameríku frá 11. og 12. öld, 2) sagnir eftir ritum frá 13. og 14. öld, 3) saga nýlendunnar á Grænlandi, 4) síðustu áreiðanlegu sagnir um afdrif nýlendunnar í Ameríku og Grænlandi, og 5) skilning síðari alda manna og um þessi lönd á landabréfum frá eldri tímum. í fyrsta þætti segir frá sögn Adams af Brimum og Ara fróða, Landnámu, Nikulásar ábóta og Konungsskuggsjár; höf. heldur »ef til vill að þetta rit sé frá 12. öld« (bls. 9, smbr. þó bls. 21), en Konungsskuggsjá er af og frá eldri en frá miðbiki 13. aldar. Annar þátturinn er einkum um Eiríkssögu rauða og Grænlendingaþátt og áreiðanlegleik þeirra; dæmir hann þar rétt, enda styðst hann mjög við rannsóknir G. Storms, sem um alt þetta mál eru einkar-merkilegar. í þriðja þættinum er skilmerkileg saga Grænlands-bygða; fyrst um, hvar þær hafi verið, og er höf. alveg á sama máli um það og þeir, er síðast hafa rannsakað það mál; hann lýsir bæjunum (rústunum), líferni og lifnaðarháttum manna o. s. frv. í 5. og sjálfstæðasta þættinum lýsir höf. einkar-fróðlega landabréfum þeim, sem upp- drættir finnast á af íslandi, Grænlandi og Vínlandi. Sjálfur hefir hann með rann- sóknum sínum fundið stórmerkileg landabréf, er áður hafa verið ókunn, Hann leiðir góð rök að því, að það sé hinn danski maður, Claudius Clavus Niger, er dvaldi á Ítalíu um 1424, er fyrstur hafi sett þessi norðlægu lönd á landabréf Ptolomæjosar; öll skýrsla höf. um þetta og landabréfin er mjög fróðleg, ekki sízt fyrir þá sem eru landfræðingar sjálfir.1') fetta er líka langsjálfstæðasti þátturinn. í fyrri köflunum fer hann mest með sagnir fornritanna og eftir ritgjörðum Storms og annarra. Hann fylgir þeim þó ekki í blindni, en við hefir góða dómsgreind og gerir fulla grein fyrir ástæðum sínum. Hann er vel að sér í öllum þeim ritum, er lúta að efninu, nema ef vera skyldi í hinum nýjustu rannsóknum um aldur fornrita og þeirra gildi; hann er þeim ókunnugur, en eiginlega verður ekki mikið mein að því. Bókin er skrifuð af vísindamanni, sem bæði kann að gera nákvæmar og víðtækar rannsóknir og fara vel með efni sitt í frásögninni. Bókinni fylgja landauppdrættir eftir ýmsum landa- 1 Fróðlegt er að lesa það, sem hann segir um »Donis«; hann heitir að réttu lagi Donnus Nicolaus Germanus.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.