Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 7
87
yfirlit yfir söguna af pestinni. þegar hún fyrst fyrir alvöru geysaði
hér í álfu undir nafninu Svartidauði og hvernig hún upp frá því
mátti heita innlendur gestur hér í Evrópu nokkrar aldir þar á eftir.
Svartidauði byrjaði austur í Kína 1346 og breiddist þaðan
yfir alla Austurálfu og færðist smámsaman vestur á bóginn til Ev-
rópu. Eigi hafa menn hugmynd um, hvílík ógrynni af fólki hafi
dáið úr drepsóttinni austur í Asíu, en svo er talið, að í Evrópu
einni hafi dáið úr henni um 25 miljónir manna. Sóttin læsti sig
eins og eldur í sinu vestur eftir löndunum og fylgdi nákvæmlega
þeim leiðum til lands og sjávar, sem voru fjölfarnastar, en það
voru einkum leiðirnar yfir Litlu-Asíu til Tyrklands og sjóleiðin frá
Egyptalandi til Genúa og Venedig, sem þá voru helztu verzlunar-
bæir. Svo er sagt, að í fyrstu hafi fjöldi af skipum fundist mann-
laus, en full af líkum, rekandi um Miðjarðarhafið og strendur þess.
En allir, sem hættu sér út á þessi skip, sýktust af Svartadauða
og fiuttu veikina með sér í land á ýmsum stöðum; en hvar sem
veikin náði fótfestu á landi, breiddist hún óðara út með fádæma
fiýti. Eftir 5 ára tíma (1348-—1353) hafði hún týnt upp öll ríki
álfunnar og sópað því fólki niður í jörðina, sem hún gat unnið á;
en síðan datt alt í dúnalogn um stund. Upp frá þessu gjörði
pestin við og við vart við sig hér í Evrópu fram undir lok 18.
aldar og hvarf aldrei fyllilega. Svartidauði kom ekki til íslands
um það leyti sem hann geysaði í öðrum löndum Evrópu, af þeirri
einföldu ástæðu, að engin skip gátu vegna pestarinnar komist frá
þeim löndum, sem við höfðum viðskifti við: England, Danmörk
og Noreg. Sumpart var eigi hægt að manna skipin vegna fólks-
eklu og sumpart dóu skipverjar á leiðinni og skipin komust ekki
alla leið. í þau 2 ár, sem sóttin gekk á Norðurlöndum, er sagt
að engin skip hafi komið til íslands, og má af því ráða, að tölu-
verður vöruskortur hafi af því hlotist. Meðal annars er sagt, að
prestar hafi orðið að leggja niður altarisgöngur í kirkjum sínum
vegna þess að hvergi fekst vín.
Eftir að pestin hafði legið í dái um hríð, gaus hún aftur upp
1402 og gekk þá um alla Italíu, en þaðan breiddist hún út til
ýmsra landa og meðal annars til íslands. — ?á er sagt að menn
hafi gengið hópum saman í stórum helgigöngum á Italíu, íklæddir
hvítum klæðum, með bænagjörð og sálmasöng; einkum var sung-
inn sálmurinn Stabat mater dolorosa, sem Jóhann páfi 22. orti og
síðan er frægur orðinn.