Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 7
87 yfirlit yfir söguna af pestinni. þegar hún fyrst fyrir alvöru geysaði hér í álfu undir nafninu Svartidauði og hvernig hún upp frá því mátti heita innlendur gestur hér í Evrópu nokkrar aldir þar á eftir. Svartidauði byrjaði austur í Kína 1346 og breiddist þaðan yfir alla Austurálfu og færðist smámsaman vestur á bóginn til Ev- rópu. Eigi hafa menn hugmynd um, hvílík ógrynni af fólki hafi dáið úr drepsóttinni austur í Asíu, en svo er talið, að í Evrópu einni hafi dáið úr henni um 25 miljónir manna. Sóttin læsti sig eins og eldur í sinu vestur eftir löndunum og fylgdi nákvæmlega þeim leiðum til lands og sjávar, sem voru fjölfarnastar, en það voru einkum leiðirnar yfir Litlu-Asíu til Tyrklands og sjóleiðin frá Egyptalandi til Genúa og Venedig, sem þá voru helztu verzlunar- bæir. Svo er sagt, að í fyrstu hafi fjöldi af skipum fundist mann- laus, en full af líkum, rekandi um Miðjarðarhafið og strendur þess. En allir, sem hættu sér út á þessi skip, sýktust af Svartadauða og fiuttu veikina með sér í land á ýmsum stöðum; en hvar sem veikin náði fótfestu á landi, breiddist hún óðara út með fádæma fiýti. Eftir 5 ára tíma (1348-—1353) hafði hún týnt upp öll ríki álfunnar og sópað því fólki niður í jörðina, sem hún gat unnið á; en síðan datt alt í dúnalogn um stund. Upp frá þessu gjörði pestin við og við vart við sig hér í Evrópu fram undir lok 18. aldar og hvarf aldrei fyllilega. Svartidauði kom ekki til íslands um það leyti sem hann geysaði í öðrum löndum Evrópu, af þeirri einföldu ástæðu, að engin skip gátu vegna pestarinnar komist frá þeim löndum, sem við höfðum viðskifti við: England, Danmörk og Noreg. Sumpart var eigi hægt að manna skipin vegna fólks- eklu og sumpart dóu skipverjar á leiðinni og skipin komust ekki alla leið. í þau 2 ár, sem sóttin gekk á Norðurlöndum, er sagt að engin skip hafi komið til íslands, og má af því ráða, að tölu- verður vöruskortur hafi af því hlotist. Meðal annars er sagt, að prestar hafi orðið að leggja niður altarisgöngur í kirkjum sínum vegna þess að hvergi fekst vín. Eftir að pestin hafði legið í dái um hríð, gaus hún aftur upp 1402 og gekk þá um alla Italíu, en þaðan breiddist hún út til ýmsra landa og meðal annars til íslands. — ?á er sagt að menn hafi gengið hópum saman í stórum helgigöngum á Italíu, íklæddir hvítum klæðum, með bænagjörð og sálmasöng; einkum var sung- inn sálmurinn Stabat mater dolorosa, sem Jóhann páfi 22. orti og síðan er frægur orðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.