Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 21
IOI
að hann var í þann veginn að kvongast, tók lítið tiliit til þess, ætlaði að
vaxa ögn og fríkka meðan hann ætti þá konu, fá hann svo. f’egar ég
var 9—io ára, dó maður þessi. Það fékk mér svo mikillar sorgar, að
ég hætti um stund að reyna að halda mér til, til að geta gifzt. Saga
þessi er ein af því marga ótrúlega sanna. Hana segi ég til sönnunar
því, að kynsleg tilhneiging barna gjörir löngu fyr vart við sig, en al-
ment er álitið. Gæti tilfært margt fleira því máli til sönnunar.
Rúmfatnaður okkar var þessi: Tvær undirsængur voru til. Hey
í hinum fletunum. Onnur sængin var með eltiskinnsveri, hin með húð-
þykku, fiðurheldu, vaðmálsveri. Innanver koddanna úr eltiskinni eða
sængur-vaðmáli, ytra-ver ýmist prjónað eða úr vaðmáli. Vaðmálsrekkju-
voðir og brekán yfir öllum rúmunum, engin yfirsæng. Fiður var í flest-
um koddunum, fífa í sumum. Litlum fiðurkodda man ég eftir með hvítu
prjónaveri, sem aldrei gat slitnað, en altaf blaknaði og harðnaði ár frá
ári. Á honum svaf ég alla mína bernsku.
Reiðtýgi foreldra minna voru: hnakkur, ósköp Iítill, með flosaðri
sessu, yfirdekki og yfirdekks-gjörð utan um alt saman. Þófi móður minnar
var, held ég, melþófi. — í’eir vandaðri voru úr ull, þófablöðin. — Ofan
á þófanum hafði hún kodda, brekán þar ofan á — áklæði átti hún ekki,
—- ofan á brekánið var svo þófólin látin — breið ól með hringjum og
útbúnaði fyrir ístöð og gjörð — og gyrt á; síðan var hinn brekáns-
endinn lagður Iaus yfir alt samau. ístöðin voru svo lítil, að fóturinn komst
ekki í þau, nema tærnar, og svo stutt var ístaðsólin, að konan sat í
hnipri uppi á þessu reiðveri, karlvega auðvitað, með hnén upp við brjóst.
Aldrei kom móðir mín í reiðföt um æfina. Söðul eignaðist ég 15—16
vetra, var hann keyptur gamall handa mér. Hann var »drifinn«: al-
klæddur látúni, mótuðu með dýramyndum og rósaflúri. Svo djúpur og
víður var hann, að ég var eins og ber í ámu í honum, sökk ofan í hann
upp undir hendur. Ákaflega hróðug var ég þó yfir því, að ríða í söðli;
það vissi ég að var verulega fínt, samanborið við þófana; en ekki lík-
aði mér þó þessi gullsöðull til lengdar, svo mikið sem hann þó gljáði,
þegar sól skein á hlaupandi hreindýr undan áfjáðum veiðimönnum eftir
endilangri sveifinni og alt um kring. Eg flekaði systur mína til að kaupa
hann af mér; henni þótti hann gersemi, enda lofuðu hann allir.
Verzlun hafði faðir minn við sama kaupmann öll mín bernsku- og
æskuár; átti æfinlega inni hjá honum fáeina dali; hafði kaupmaður hann
því í hávegum. Þá virðingu fanst bóndanum mjög til um. Einu sinni á
ári var í kaupstað farið, enda var langt að fara, íjtigra daga ferð fram
og aftur með lest. Ull og unglambaskinn var eina innleggið. Út á það
var tekið alt, sem heimilið fékk af útlendum varningi. Auk kornmatar
var það um mörg ár fast og stöðugt það, sem nú skal greina: 3 © af
kaffi, 10 © af kandíssykri, fjögra potta kútur af brennivíni, tveggja potta
tunna af kirsiberjabrennivíni eða messuvíni — hana fékk móðlr mín —,
1 © af gráfíkjum — þær fengum við krakkar, þegar komið var úr
kaupstaðnum, kandísmola og svo sem spónblað úr tunnunni hvert okkar.
Vasahnífur handa einhverjum krakkanum, sem sérstaklega hafði til hans
unnið, 2—3 lóð af indígólit, til fjögra punda af hellulit, almnanak og
ein grápappírsörk — hún átti að vera undir sendibréf, ef á þyrfti að
halda — og svo blái kollhettuklúturinn hennar móður minnar. Hann var