Eimreiðin - 01.10.1919, Side 4
196
RADÍUM
[EIMRKIÐIN
ríður þetta algerlega í bág við eldri hugmyndir efnafræð-
inga um eðli og ásigkomulag efnanna. Reyndar er ekki
svo að skilja, að menn hafi ekki fyr á öldum haft aðrar
skoðanir á þessu máli. Á miðöldunum var unnið ósleiti-
lega að því, að framleiða gull úr öðrum málmum og
skemtileg tilviljun er það, að einmitt í Joachimsdal í Bæ-
heimi gerðu »alkymistar« tilraunir til þess að vinna gull
úr silfri. Slikt hefir að vísu ekki tekist enn í dag, en
rannsóknir á geislaríku efnunum hafa þó leitt í ljós, að
frumefnin eru ekki óumbreytanleg.
Hinir minstu efnis-
partar í radíum og öðr-
um geislaríkum efnum
eru ekki í jafnvægi hver
við annan, en taka sí-
feldum breytingum, svo
sem lýst hefir verið*
Vísindamennirnir hafa
komist að raun um, að
efniseindirnar (atómurn-
ar), sem álitnar hafa
verið minstu efnispart-
arnir og ódeilanlegar,
klofna í enn þá smærri
hluta, sem hlaðast raf-
magni; eru þeir nefndir
rafeindir (electrónar). Geislaorkan kemur vel heim við
þetta ástand efnisins og hugsa menn sér geislana frá
radíum þannig til komna, að efniseindirnar séu hlaðnar
fleiri rafeindum en þær fái haldið saman; verður þá eins-
konar sprenging í efniseindunum og örsmáir rafmagnaðir
efnispartar þeytast út frá þeim. Eftir þessari skýringu
hugsa menn sér þá radíumgeislana sem straum af ógur-
lega litlum efnispörtum hlöðnum rafmagni, sem þeytast
út frá radíum-efninu; rannsóknir hafa leitt í ljós, að
svo er þessu varið um tvo flokka radíumgeislanna (alfa-
og betageislar).
Það leiðir af sjálfu sér, að radíum hlýtur að eyðast