Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 6
198
RADÍUM
[EIMREIÐIN
allrar varúðar; skinnið á fingrunum verður þurt og hreistr-
að og djúpar sprungur valda oft miklum óþægindum.
Við kröftuga radíumgeislun geta komið sár á hörundið
og drep kemur 1 holdið; sárunum fylgja oftast þrautir
og vanlíðan. Prófessor Curie gekk eitt sinn með radíum í
vasa sínum og fékk að kenna á þeirri óaðgætni sinni;
hann fékk radíum-sár, sem lengi var að gróa. Einkenni-
legt er, að fyrstu dagana verður einskis vart; ætíð líða
nokkrir sólarhring-
ar áður en áhrifa
radíums verður
vart.
Mönnum kann
að virðast furðu-
legt, að slíkt skað-
ræðisefni skuli vera
nothæft til lækn-
inga. Hvernig má
það ske, að efni,
sem veldur þraut-
um, sárum og drepi
í holdi manns-
ins, skuli reynast
happadrjúgt til
lækninga? Vand-
inn er að fínna
og nota hinn rétta
Hörundsberklar (lupus). geislaskamt. YmÍS-
, leg meðul geta líka
verið skaðvæn og jafnvel banvæn, ef þau eru skakt not-
uð, en læknað mein mannanna, sé hinn rétti skamtur
fundinn.
Lækningakraftur radíums liggur í því, að geislarnir hafa
mjög misjafnlega mikil áhrif á sjúkt hold og heilbrigt.
Radíum veldur t. d. miklu fyr drepi í krabbameini, held-
ur en heilbrigða holdinu, sem næst er meinsemdinni;
þess vegna tekst stundum að lækna að fullu þenna háska-
lega sjúkdóm með radíum. Radíum er oft notað einsam-