Eimreiðin - 01.10.1919, Side 18
210
KITLUR
[EIMREIÐIW
eins og þetla kæmi henni ekki við. Mér fundust skelfi-
legir atburðir steðja að, og eg sagði hægt, eins og upp á
von og óvon:
»Ef þú ferð nú ekki til hans, þá sker hann sig með
ljánum«. — Eg var sjálfur öldungis viss um þetta.
Lína hrökk við. Hún hörfaði fram að dyrunum, og þá
leit hún á mig.
Þegar eg var lítill drengur, var eg einu sinni að smala.
Hesturinn minn steig ofan á hálffleygan rjúpuunga, sem
kúrt hafði í grasinu. Eg tók hann upp, allan sundur
kraminn, og hann leit á mig, eins og hann vildi samt fá
að lifa. Og eg horfði á hann deyja með þessa bæn í
augunum. —
Lína hvarf fram í göngin, og eg sá hana hlaupa yflr
hlaðið út í skemmuna.
Eg hafði ekkert ráðrúm fengið til umhugsunar, en
líkamleg óbeit herti skap mitt, og einhver röggsemi greip
mig, að láta til skarar skríða og komast hjá hneyksli og
óláni. — Nú sat eg eftir, og yíir mig kom skyndileg
skelfing og viðbjóður. Eg hafði gert út um örlög þessa
fáráða barns. Hvað átti eg með að misþyrma henni og
hrinda henni, þótt hún reikaði inn á nýjar leiðir? Hvers
vegna mátti hún ekki vera sjálfráð? Ábyrgðin lagðist á
mig, lamandi og kremjandi eins og glæpur.
En eg hugsaði um Línu eina og sjálfráða, ílöktandi eins
og viltan' smáfugl. Hjá Tómasi gæti hún kanski vaxið,
þótt iitið yrði um leik eða yndi. Færi hún nú á flæking,
yrði hún eins og visnað strá fyrir straumi. Eitthvert hug-
boð kom að mér um það, að þetta mundi gerbreyta öllu
samlífi þeirra, að hann mundi kanski æfinlega minnast
þess, að hann var nærri búinn að missa hana og að hún
átti hann samt. Og hún mundi kanski finna til þess, að
hún ætlaði að bregðast honum, og bæta honum það með
ástúð og nærgætni. Hún mundi kanski líta svo á alla æfi,
að hún hefði verið að gera skelfilega glópsku, að hún
hefði orðið fyrir maklegum viðtökum, og að maðurinn
sinn hefði reynst sér vel og verið sér góður og tryggur.
Kanski voru þau bæði betur komin en áður. — —