Eimreiðin - 01.10.1919, Side 20
212
[EIMREIÐIN
Ýmislegt smáYeg-is
viðvíkjandi Kötlugosinu 1918.
Lega Kötlu.
Eins og kunnugt er, liggur Kötlugjá í Mýrdalsjökli, hér
um bil 165 kílómetra í austur suðaustur frá Reykjavík.
Ekki heíir enn verið ákveðið með nákvæmri mælingu
hvar gosið hefir í vetur. En ekki er ólíklegt að það hafi
orðið nokkru norðar en hinar fyrri eldstöðvar hafa verið
markaðar á uppdrátt íslands. Lað sem einkum bendir á
þetta, eru stefnur þær er sjónarvottar hafa gefið upp hvar
gosið var að bera yfir frá þeim að sjá. Síra Ófeigur í
Fellsmúla segir (í Lögr. 16. nóv. 1918): »Gosmökkurinn
héðan að sjá, norðan við hæsta hnúk Selsundsfjalls og
góðan spöl fyrir norðan hæstu klakka Tindafjalla í suð-
austur að baki þeirra«. Af vestanverðri Síðu var gosmökk-
inn að bera um Skálarfjall og af mynd, sem eg hefi séð
og tekin var af björgunarskipinu Geir á Vestmannaeyja-
höfn, var mökkinn að bera rétt yfir Drangshlíðarheiði,
vestanvert við Hrútafell undir Eyjafjöllum. Þegar þessar
stefnur skerast yfir Mýrdalsjökli, virðast þær benda tals-
vert norðar á jökulinn, en hinar fyrri eldstöðvar. Virðist
það einnig koma heim við lýsingu þeirra manna, er könn-
uðu eldstöðvarnar þ. 23. júní í sumar að undirlagi Gísla
sýslumanns Sveinssonar og lesa má um í skýrslu hans
um Kötlugosið 1918. Þyrfti þetta alt nákvæmari og fyllri
rannsóknar. Enda benda athuganir á, að gosið hafi á
fleirum en einum stað.
Hæð gosstólpans.
Samtímis og Katla fór að gjósa, hinn 12. okt., gerði
hún vart við sig með vatnsmekki eða gufustrók ferlegum
er hún þeytti í loft upp, svo sést mun hafa í 2—300
km. fjarlægð, þar sem ekkert skygði á. Hér í Reykjavík