Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Side 28

Eimreiðin - 01.10.1919, Side 28
220 KOTLUGOSIÐ 1918 IEIMRE1ÐIN gagns eða fróðleiks seinni tímum. Hlaupsvæðið sjálft þurfti að rannsakast miklu betur en gert var. Mælingar og visindalegar athuganir þurftu að fara fram hið fyrsta að hægt var á öllu svæðinu: upptökum gossins í jöklin- um og lögun hans, jökulröndinni og landslagi öllu í kring- um hana, sem snýr að Mýrdalssandi, svo og öllum sand- inum til sjávar. Og þetta þurfti því fremur, sem kortablöð landmælingamannanna ná ekki, enn sem komið er, nema upp í jökulröndina að sunnan, en að austanverðu við jökulinn, svo og jökullinn sjálfur er enn ómældur. í sum- ar hefði því verið bráðnauðsynlegt að mæla og kortleggja allan Mýrdalsjökul og alt það svæði í kringum hann, sem hlaupið fór um. Þess lengra sem líður frá gosinu, þvr meir afmást öll spor og menjar hlaupáhrifanna og að þvr skapi verður óhægra að gera sér rétta grein fyrir hlaup- inu í heild sinni. Eins og ég þegar hefi tekið fram, er, því miður, hér litlt* hægt við að bæta. En af því mig hefir langað til að setja mér þetta mikilfenglega náttúrufyrirbrigði — Kötluhlaupið — sem greinilegast fyrir sjónir og ég veit að ýmsum muni ekki þykja það ófróðlegt, læt ég hér með fylgja dálítið kort yfir hlaupsvæðið til frekari skýringar. Að sönnu vantar á það öll upptök hlaupsins af ástæðum, sem ég tók fram, en ei að síður ætti það að geta orðið til nokkurrar skýringar. A kortinu sést rönd Mýrdals- jökuls, MýrdalsQölI öll, mótuð hæðalinum með 100 m. millibili og Mýrdalssandur í sjó fram með 20. m. hæða- línum, allar ár og helstu bæir. Enn fremur eru hlaup- svæðin, hið vestra og eystra, sýnd með örvaroddum, eftir því, sem skýrslurnar og kunnugir menn hafa upplýst mig um. Má búast við hér sem fyr, að deila megi um ýmis- legt í smáatriðum og er það bein afleiðing af því að ná- kvæmar rannsóknir vantar. Allur Mýrdalssandur, frá Höfðabrekkufjöllum austur að Kúðafijóti, frá sjó og upp í jökul og austur í Hólmsár- ósa er alt að 600 km.2 að flatarmáli, þar með talið Álfta- verið. En vegalengd frá Kerlingardalsárósum austur í Kúða- fljótsós er 35 km. og frá sjó upp að Hólmsá 25 km. Frá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.