Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 31

Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 31
EIMREIÐIN] 223 Kom vorblær. Kom gleöjandi vorblær um gluggann minn inn og gefðu mér lífskraftinn unga. Kom austræni vinur með árljómann þinn og óð þann, sem grípur hver tunga, frá sædísa hörpum og svanaklið, er sungu mig, barnið, í þögn og frið, á fjörðum og fjöílunum heima, sem fögnuðinn ljúfasta geyma. Flyt himneski vorblær mér æskunnar eld með inndælu vonirnar stóru, sem mörg var til dauða af sérhlífni seld, en sumar til enn verra fóru. — Kom vorblær og syngdu þær inn til mín enn, í anda minn kraft þeirra og lífsgleði brenn með fjörið og lífið og Ijóðin og lifandi vormorguns óðinn. Kom vorboðinn mildi með sólálfa söng og sumarsins töfrandi gæði. Og ef að mér vornóttin verður of löng, þá vefðu mig að þér í kvæði. Og fegurstu söngvanna sólhæð á mig sendu, og vísa mér leiðina þá, sem liggur að Ijósinu bjarta: að lífsguðsins eilífa hjarta. Porsteinn P. Porsteinsson.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.