Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 36

Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 36
228 BISMARCK FURSTI IEIMRF.IÐIN einnig viðurkent í Rýskalandi fyrir styrjöldina, að minsta kosti af fáeinum mönnum, i kyrþey líklega af mörgum. Og nú, þegar miljónum mannslífa er fórnað á altari þýskrar hernaðar-stjórn- málastefnu, taka æ fleiri og fleiri þýskir föðurlandsvinir að sjá, að »endurreikningarnir« (»efterregningerne«) eru orðnir hræði- lega miklir. Hið raunalegasta í sögu mannkynsins er það, að afburða- menn ósjaldan, í einu og öðru aðalatriði, hafa sprungu í gáfum sinum. Þeir eru ekki jafn vel úr garði gerðir í öllu tilliti. Menn, sem að sumu leyti eru ofurmenni (»overmennesker«), geta á öðrum sviðum verið smámenni (»undermaalere«). Og ef slíkir menn eru settir i stöðu, sem krefst samróma sameiningar margra hæfileika, svo að þeir geti orðið fjöldanum til blessunar, þá getur sprunga i gáfunum orðið úrslitarík fyrir heila þjóð eða jafnvel hóp þjóða. í þessu er, að mínu áliti, að miklu leyti fólgin ráðningin á hinni miklu gátu yfirstandandi heimsstyrjaldar.1) Enda þótt þýska herstjórnarráðuneytið um fram alt æskti ófriðar og eftir þess útreikningi áliti skjótunninn sigur sér vís- an, þá hefði heimsstyrjöld samt ekki getað átt sér stað án þeirra áhrifa, sem hinn dáleiðandi lífsferill Bismarcks og hinir ævintýralegu sigrar stjórnarfars hans höfðu haft á tvær kynslóðir beinlínis og óbeinlínis með aðstoð þúsunda kennara, prófessora, blaðagreinaritara og kenslubókahöfunda. Lúsiðnir sagnfræðingar munu, ef til vill, gera tilraun til að telja, hve oft orðatiltæki sem »vilji til valda« (markorð Fr. Nietzsches) eða »vilji til sig- urs« (Wille zum Sieg) koma fj'rir að eins i bókmentum síðast- liðínna fimm ára. Valdavilji Bismarcks fursta var gæddur því óumræðilega lífs- magni, sem við nefnum snilli (geni). Eins og við undrumst rán- dýrið, sem á sinn hátt er svo undursamlega vel úr garði gert, þar sem áhöldin til að elta, grípa, flá og merja með eru þrosk- uð svo að segja til hugsjónakendrar fullkomnunar — þannig getum við ekki annað en undrast Bismarck, svo sem óumræði- lega vel úr garði gerða imynd (repræsentant) hins pólitiska valdavilja. Hér við varður að bæta, að minsta kosti að nokkru leyti, hinum mörgu göfugu einkennum hans, einkum því, að ástalif hans og þjóðlyndi var ríkulega þroskað innan ákveðinna takmarka. Lífsástríða hans var ekki valdavilji fyrir Otto von Bismarck, heldur fyrir Prússland og þýsku þjóðina, væri hún undir handleiðslu Prússlands — og Prússland undir Bismarck. Hjá manni þessum var þjóðlyndi í þrengri merkingu nauð- synlegt skilyrði fyrir því, að hann gæti áunnið sér völd í stór- 1) Hér, eins og viðar, sést, að grein þessi er rituð á stríðstimunum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.