Eimreiðin - 01.10.1919, Side 44
236
[EIMREIÐIN
Einar Jónsson og Þorfinnur Karlsefni.
Hér getur að líta myndhöggvarann Einar Jónsson, 'sem
nú má teljast heimskunnur fyrir list sína, og standmynd
hans þá hina miklu af Þorfinni Karlsefni.
Pví miður hefir ekki í svip náðst í nákvæma skýrslu
um tildrög þess,
að Einar réðst
i þetta verk, en
þó mun það,
sem hér fer á
eftir, ekki vera
fjarri réttu:
Fyrir h. u. b.
7 árum andað-
ist í Philadel-
phiu í Banda-
ríkjunum kona
ein auðug, Mrs.
Samuelaðnafni.
Hafði hún svo
ráð fyrir gert í
erfðaskrá sinni,
að allmikilli fjár-
fúlgu yrði varið
til þess, að reisa
14 standmyndir
af- landnámsmönnum Ameríku. Átti að reisa þær í skemti-
garði einum þar í borginni, og, eins og vera bar, skyldi
mynd Karlsefnis vera þar fyrst og efst á blaði. Um fram-
kvæmd þessa liðar erfðaskrárinnar átti að sjá eftirlifandi
maður Mrs. Samuels og nefnd manna með honum. Á-
kváðu þeir, að auglýsa samkepni um verkið.
Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn var þá
hinn góðkunni dr. Egan, og þar eð hann kunni deili
nokkur á Einari Jónssyni frá Galtafelli og list hans, fýsti
Einar Jónsson.