Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 46
238
EINAR JÓNSSON OG
[EIMREIÐIN
hann Einar að taka þátt í þessari samkepni. Er og eigi
ólíklegt, að dr. H. G. Leach, ritstjóri timaritsins American-
Scandinavian Review, hafi átt þátt í því, að Einar réðst
i að keppa. Hann (þ. e. dr. Leach) var þá á ferð í Kaup-
mannahöfn og kyntist þar Einari og verkum hans, varð
stórhrifinn af þeim og hefir haft hinn mesta áhuga á því
æ síðan, að gera hróður Einars sem mestan vestan hafs
og austan.
Víst er um það, að Einar réðst í að gera uppkast að
mynd í þessu skyni. Var hann þá staddur hér heima,
og sendi myndina með skipinu Hermod, er fór vestur að
tilhlutun landstjórnarinnar. En svo illa tókst til, að upp-
kast þetta skemdist og bjó Einar þá til aðra mynd stærri
og sendi hana vestur 1916. Var hún einróma valin
og Einari boðið að koma vestur og vinna þar að mynd-
inni sjálfri. Brá Einar þá við og fór vestur um haf vorið
1917 og hefir starfað þar síðan, þar til nú fyrir skemstu.
Myndin mun hafa verið afhjúpuð nú í síðastliðnum
mánuði.
Svo sem kunnugt er, var þorfinnur Karlsefni sá, er
fyrstur festi bygð í Ameríku allra Norðurálfumanna. f*or-
finnur var ættaður vel, því að þeir voru langafar hans
báðir Þórðarnir: Þórður Gellir og Höfða-Þórður, er voru
með mestu höfðingjum. Sjálfur var Porfinnur hinn hug-
prúðasti farmaður og gæfumaður mikill. Ekki hélst hann
þó við fyrir aðsúg skrælingja og göldrum þeirra, heldur
fluttisl heim til ísiands og varð þar manna kynsælastur.
Geta menn lesið um Þorfinn Karlsefni í sögu hans, sem
er mjög skemtileg og vel rituð.
Eftir myndinni að dæma hefir Einari tekist afburðavel
með mynd Karlsefnis. Svipur hans er ekki smáfríður, en
djarfmannlegur og frjálslegur. Og hann styðst við vopnið
mikla og máttuga arma. Línur myndarinnar eru fastar
og sérstaklega er skildinum aðdáanlega fyrir komið á
herðum heljarmennisins og gefur öllu mýkt og fegurð.
Listamanninum og þjóð vorri er mikill sómi að þess-
ari standmynd Karlsefnis í skemtigarðinum í Phila-
delphiu.